Alain Guiraudie er mættur!

Hinn margverðlaunaði franski leikstjóri Alain Guiraudie er mættur, en þrjár myndir hans eru sýndar á hátíðinni. Myndir hans fjalla allar á einn eða annan hátt um kynhneigðir, ástir og ástríður og hefur hann m.a. unnið ‘Queer Palm’ verðlaunin í Cannes.

Alain verður viðstaddur Q&A sýningar á Staying Vertical og Stranger by the Lake, en hvorugar myndirnar hafa verið sýndar á Íslandi áður! Athugið að myndinar eiga eingöngu eftir að vera sýndar einu sinni á hátíðinni, þið viljið því ekki missa af þessu einstaka tækifæri.

STAYING VERTICAL
Sýning: Föstudaginn 3. mars kl 18:00/Q&A

 

STRANGER BY THE LAKE
Sýning: Föstudaginn 3. mars kl 20:15/Q&A

 

KING OF ESCAPE
Sýning: fimmtudaginn 2. mars kl 20:30