Auglýst eftir verkum í vinnslu

Nýr dagskrárliður á Stockfish Film Festival 2016 var opinberaður í dag og nefnist hann Verk í vinnslu, eða Works in Progress.

The audience at Stockfish Film Festival 2015. Photo: Carolina Salas.

Áhorfendur á Stockfish Film Festival 2015. Á Verkum í vinnslu fá áhorfendur nasasjón af því sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru að vinna að. Photo: Carolina Salas.

 

Með Verkum í vinnslu gefst aðstandendum kvikmyndaverka sem ekki eru tilbúnar til sýningar sá einstakt tækifæri að kynna verk sín fyrir innlendum og erlendum fjölmiðlum og fagaðilum í kvikmyndagerð.

5-15 mínútna myndbrot af verkinu verða sýnd og að því loknu taka aðstandendur myndarinnar við spurningum úr sal. Verkefni sem koma til greina eru kvikmyndaverk sem ekki hafa verið gefin út þegar Stockfish hátíðin hefst 18. febrúar 2016. Leikstjóri og/eða framleiðandi verða að vera íslenskir en undanþága er veitt vegna ef kvikmyndin hefur aðra Íslandstenginu (t.d. ef Ísland, Íslendingar eða íslensk menning er eitt af lykilviðfangsefnum myndarinnar). Leiknar kvikmyndir, heimildamyndir, sjónvarpsþættir eru dæmi um gjaldgengt efni. Sérstök nefnd mun fara yfir og ákvarða þau verkefni sem tekin verða fyrir á Stockfish 2016.

Til að sækja um þátttöku í Verkum í vinnslu skal senda inn eftirfarandi upplýsingar:

  • Efni bréfs: Umsókn [nafn kvikmyndar] í Verk í vinnslu
  • Stutt synopsis.
  • 5-15 mínútna myndbrot/sýnishorn. (Mælst er til að fólk noti Vimeo).
  • Nöfn og starfsheiti þeirra sem taka við spurningum úr sal.

Tekið er við fyrirspurnum og umsóknum á: shorts@stockfishfestival.is

Síðasti skiladagur: 15. janúar 2016