20150219-185412

Góð aðsókn á Stockfish

Á sjöunda þúsund manns sóttu Stockfish-evrópska kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem lauk um helgina. Hátíðin heppnaðist afar vel og er gestum þakkaðar frábærar viðtökur. Bíó Paradís iðaði af lífi þá tíu daga sem Stockfish hátíðin stóð yfir. Fjöldi erlendra gesta sóttu hátíðina heim, bæði úr alþjóðlegu kvikmyndaumhverfi og blaðamenn. Á meðal þeirra voru hinn íslenski Sverrir[…]

Foxes10

Sigurvegari Sprettfisks tilkynntur

Úrslit Sprettfisks, stuttmyndakeppni Stockfish, voru tilkynnt við glæsilega lokaathöfn hátíðarinnar í gærkvöldi. Valið var erfitt hjá dómnefndinni og mikið deilt en þau komust að lokaniðurstöðu á endanum og var myndin FOXES fyrir valinu. FOXES var leikstýrt af Mikel Gurrea og framleidd af Evu Sigurðardóttur og fyrirtæki hennar Askja Films. Við óskum Evu, Mikel og Askja Films[…]

bioparadis_exterior

Dagskrá Sunnudagsins og aðrar tilkynningar

Dagskrá sunnudagsins hefur núna verið sett í stein. Á dagskránni voru nokkur “tilkynnt síðar” pláss laus á sunnudagskvöldinu fyrir myndir sem hafa hlotið sérstaklega miklar vinsældar eða umtal og núna er komið í ljós hvaða myndir þetta eru. Dagskráin á sunnudagskvöldið lítur því svona út fyrir þessu áður lausu pláss: Blind Kl. 20:00 í sal 1[…]

Stockfish og Eye on Films í samvinnu

Tvær af myndum Stockfish kvikmyndahátíðarinnar eru sýndar í samstarfi við dreifingarfyrirtækið Eye on Films sem sérhæfir sig í að koma efnilegum kvikmyndagerðarmönnum á framfæri og dreifir einungis fyrstu eða öðrum myndum leikstjóra. Stockfish kynnir með stolti myndirnar The Man in the Orange Jacket frá Lettlandi og Field of Dogs frá Póllandi sem báðum er dreift af Eye[…]

Ókeypis mánudagur hjá Stockfish!

Í dag, mánudaginn 23. febrúar, er frítt í bíó á allar myndir sem sýndar eru á Stockfish. Komið í bíó og njótið frábærra mynda hjá Stockfish! Þessi ókeypis mánudagur er í boði Evrópustofu, eins helsta styrktaraðila Stockfish – Evrópskar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Besta bíómynd íslenskrar kvikmyndasögu

Fyrirsögnin hér að ofan er fengin að láni úr fyrirsögn bíódóms Fréttablaðsins um Vonarstræti á síðasta ári. Við hjá Stockfish verðum með gagnrýnendamálþing í hádeginu næstkomandi þriðjudag og fannst því tilvalið að hita upp fyrir málþingið með því að spyrja nokkra valinkunna kvikmyndaspekúlanta um hvaða mynd þeim þætti sú besta í íslenskri kvikmyndasögu. Við þessari[…]

Þrír norskir Leikstjórar mæta á Stockfish

Þrír norskir leikstjórar verða gestir Stockfish og hafa myndir þeirra hlotið mikið lof og viðurkenningar á kvikmyndahátíðunum á borð við Cannes, Sundance og Berlín. Þetta eru þau Bent Hamer, einn þekktasti leikstjóri Norðmanna sem kemur með kvikmyndina 1001 Grams, framlag Noregs til Óskarsverðlaunanna í ár, Eskil Vogt sem kemur með kvikmyndina Blind sem víða hefur[…]

Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður heiðraður á Stockfish

Einn af heiðursgestum Stockfish er enginn annar en kvikmyndatökumaðurinn Sigurður Sverrir Pálsson. Stockfish mun á hverri hátíð heiðra einn íslenska kvikmyndagerðarmanninum í flokkinum Bíóklassík og Sigurður Sverrir ríður á vaðið. Sigurður Sverrir mun ræða verk sín og sitja fyrir svörum eftir sýningu þriggja mynda sem hann filmaði. Myndirnar eru Land og synir (1980), Tár úr[…]

Sprettfiskur 2015 – úrslit

Fimm myndir keppa til úrslita í stuttmyndakeppni Stockfish og mun sigurmyndin hljóta Sprettfiskinn 2015. Stuttmyndirnar fimm eru: Herdísarvík. Leikstjóri: Sigurður Kjartan. Framleiðandi: Sara Nassim. Gone. Leiktjórar og framleiðendur: Vera Sölvadóttir og Helena Jónsdóttir. Happy Endings. Leikstjóri: Hannes Þór Arason. Framleiðandi: Andrew Korogyi. Foxes. Leikstóri: Mikel Gurrea. Framleiðandi Eva Sigurðardóttir. Substitute. Leikstjóri: Nathan Hughes-Berry. Framleiðandi Eva Sigurðardóttir[…]

Brenda Blethyn Mætir á Stockfish

Leikkonan Brenda Blethyn verður meðal gesta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Stockfish European Film Festival. Blethyn vakti fyrst verulega athygli þegar hún fékk óskarstilnefningu sem besta leikkona fyrir myndina Secrets & Lies árið 1996. Tveimur árum síðar var hún svo tilnefnd sem besta aukaleikkona fyrir myndina Little Voice. Tvær af myndum Rachid Boucharebs, heiðursgests hátíðarinnar, eiga það sameiginlegt[…]

MIDPOINT vinnustofa á Stockfish

Kvikmyndaskólinn FAMU í Prag í Tékklandi er með frægustu kvikmyndaskólum í Mið-Evrópu. Þaðan hafa útskrifast leikstjórar á borð við Miloš Forman, Agnieszka Holland, Emir Kusturica, Věra Chytilová, Jiří Menzel, Goran Paskaljević og Jan Hřebejk – og íslenskir kvikmyndagerðarmenn á borð við Grím Hákonarson, Börk Gunnarsson, Hauk Má Helgason, Hjálmar Einarsson og Þorgeir Þorgeirsson heitinn. Stockfish verður[…]

Margverðlaunaðar kvikmyndir á dagskrá Stockfish hátíðarinnar

Stockfish – Evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík kynnir með stolti fyrstu fimm verðlaunakvikmyndirnar sem verða sýndar á hátíðinni – en samtals verða um þrjátíu kvikmyndir á efnisskránni. Von er á kínverskum spennutrylli sem jafnframt er vinningsmynd kvikmyndahátíðarinnar í Berlín 2014, þrívíddarmynd eftir franska meistarann Jean-Luc Godard, raunsæislegt franskt drama um miðaldra gleðikonu sem hlaut fjölda verðlauna[…]

Óskarstilnefndur leikstjóri á Stockfish

Rachid Bouchareb verður meðal gesta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Stockfish European Film Festival, sem haldin verður í Reykjavík 19. febrúar til 1. mars. Rachid Bouchareb er Frakki af alsírskum ættum og fjalla ófáar myndir hans með einum eða öðrum hætti um líf innflytjenda og það sögulega samhengi sem þeir spretta upp úr. Hann hefur leikstýrt níu myndum[…]

Umsóknarfrestur að renna út í Sprettfisk – Stuttmyndakeppni Stockfish

  Frestur á innsendingum í Sprettfisk – stuttmyndakeppni Stockfish er að renna út. Í keppnina eru gjaldgengar stuttmyndir að hámarkslengd 30 mín, sem eru tilbúnar innan við 12 mánuðum fyrir Stockfish hátíðina sem haldin verður 19. febrúar – 1. mars 2015. Frumsýningarkrafa er á innsendum myndum, en það þýðir að stuttmyndirnar mega ekki hafa verið[…]