Brenda Blethyn Mætir á Stockfish

Brenda_BlethynLeikkonan Brenda Blethyn verður meðal gesta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Stockfish European Film Festival.

Blethyn vakti fyrst verulega athygli þegar hún fékk óskarstilnefningu sem besta leikkona fyrir myndina Secrets & Lies árið 1996. Tveimur árum síðar var hún svo tilnefnd sem besta aukaleikkona fyrir myndina Little Voice.

Tvær af myndum Rachid Boucharebs, heiðursgests hátíðarinnar, eiga það sameiginlegt að Brenda Blethyn leikur aðalkvenhlutverkið í báðum.

Samstarf hennar og Bouchareb hófst með myndinni London River, þar sem hún leikur konu sem leitar í örvæntingu að týndri dóttur sinni í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Lundúnum sumarið 2005. En á meðan á leitinni stendur vingast hún við múslima frá Afríku sem er að leita að syni sínum. Bæði eiga það sameiginlegt að hafa misst sjónar af börnum sínum fyrir  hryðjuverkin og grunaði ekki einu sinni að börnin þeirra byggju saman.

Loks verður nýjasta mynd þeirra tveggja, Two Men in Town, sýnd á hátíðinni. Þar bætast í hópinn þrír stórleikarar sem sömuleiðis hafa hlotið óskarstilnefningar – þau Forest Whitaker, Ellen Burstyn og Harvey Keitel. Þar leikur Blethyn leikur Emily sem er nýflutt í smábæ í Nýju Mexíkó við landamæri Mexíkó. Hún vingast fljótlega við William (Whitaker), en hann er einn af skjólstæðingum hennar og má ekki fara út fyrir sýslumörkin. William er nýorðinn frjáls eftir langa fangelsisdvöl en þarf sannarlega að hafa fyrir því að forðast gamla glæpalífið, enda gamlir samverkamenn við hvert fótmál og lögreglustjórinn sem kom honum í fangelsi er alveg tilbúinn til þess að gera það aftur við fyrsta tækifæri.

Fréttir

Stockfish one of 30 “Best Must-Attend Global Festivals!”

Lesa meira

Sigurvegari Sprettfisks!

Lesa meira

Síðustu dagar Stockfish

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar