Dagskrá Sunnudagsins og aðrar tilkynningar

Dagskrá sunnudagsins hefur núna verið sett í stein. Á dagskránni voru nokkur “tilkynnt síðar” pláss laus á sunnudagskvöldinu fyrir myndir sem hafa hlotið sérstaklega miklar vinsældar eða umtal og núna er komið í ljós hvaða myndir þetta eru. Dagskráin á sunnudagskvöldið lítur því svona út fyrir þessu áður lausu pláss:

Blind Kl. 20:00 í sal 1

A Girl Walks Home Alone at Night kl. 20:00 í sal 3

What We do in the Shadows kl. 22:00 í sal 1

Two Men in Town kl. 22:30 í sal 2

In the Basement kl. 22:00 í sal 3

Einnig viljum við benda á að því miður verður myndin Tangerines ekki sýnd í sal 2 í kvöld kl. 22:30 heldur munum við í staðinn sýna myndina In the Basement. Ástæðan fyrir því að öllum sýningum á hátíðinni af Tangerines var aflýst er sú að eintak myndarinnar týndist á leiðinni til landsins og fannst ekki aftur nógu snemma til að skila sér í tæka tíð fyrir sýningarnar. Við biðjumst auðvitað velvirðingar á þessu og munum bæta upp fyrir þetta með því að hafa aukasýningar á henni eftir hátíð. Allir sem eiga hátíðarpassa eða klippikort geta framvísað því til að fá miða á þessar sýningar en við munum tilkynna ykkur nánar um þær þegar nær dregur.

Fréttir

Fyrsti hátíðargesturinn tilkynntur ásamt fjórum myndum!

Lesa meira

Starfsnemar og sjálfboðaliðar óskast!

Lesa meira

Midpoint at Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar