Dagskrárbreyting

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hjá erlendum dreifingaraðila myndarinnar Z for Zachariah getum við því miður ekki sýnt myndina á Stockfish Film Festival.
En vegna mikillar eftirspurnar getum við sýnt myndirnar Liza the Fox-Fairy, The Blue Room og An í staðinn. Z for Zachariah verður sýnd í Bíó Paradís síðar á árinu.

Hér má sjá dagskrárbreytinguna:
Liza the Fox-Fairy – Fös 26. feb – kl 22:15
The Blue Room – Lau 27. feb – kl 20:30
An – Sun 28. feb – kl 16:00

Einnig vekjum við athygli á dagskrárbreytingu á sunnudaginn 28. febrúar. Sýning á Arabian nights: Volume 3 hefur verið færð til 16:00 (var áður 15:30), áhugasamir geta því náð bæði Arabian nights: Volume 2 og 3 á sunnudaginn.