Dagskrártilkynning

Stockfish Film Festival tilkynnir með stolti fleiri myndir og gesti hátíðarinnar 2017!

ULRIKE_HAAGE_credit_Thomas_Nitz

Þýska tónskáldið, hljóðlistamaðurinn, píanóleikarinn og útvarpsleikrita framleiðandinn Ulrike Haage er væntanleg á hátíðina, en hún samdi tónlistina við nýjustu kvikmynd Doris Dörrie Fukushima, mon amour (Grüse aus Fukushima), sem sýnd verður á hátíðinni. Árið 2003 var Ulrike fyrsta (og á þeim tíma yngsta) konan til þess að vinna Þýsku Djass Verðlaunin (Albert-Mangelsdorff-Preis) fyrir framúrskarandi og fjölhæf tónverk, sérstaklega tónverk sem voru samblanda poptónlistar, listar og ‘avant-garde’. Hún hefur unnið til annarra verðlauna, sérstaklega fyrir tónlist sína við kvikmyndir. Ulrike mun spila á tónleikum miðvikudaginn 1. mars kl 21 á Græna Herberginu, Lækjargötu þar sem hún mun flytja brot úr tónlist myndarinnar ásamt nýju efni. Frítt verður inn á tónleikana og allir velkomnir.

Damjan_Kozole

Einnig mun Slóvenski leikstjórinn Damjan Kozole mæta á hátíðina og vera viðstaddur sýningu á mynd sinni Nightlife (Nocno zivljenje), en hann var valinn besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary síðasta sumar fyrir þessa mynd.

 

 

Sænska kvikmyndin A Serious Game (Den allvarsamma leken) sem skartar íslenska leikaranum Sverri Guðnasyni verður einnig sýnd á hátíðinni, en Sverrir var gestur fyrstu Stockfish hátíðarinnar árið 2015. Þá var myndin Blow Fly Park (Flugparken) sýnd en Sverrir hlaut Guldbagge-verðlaunin, Eddu-verðlaun þeirra Svía, fyrir hlutverk sitt þeirri mynd.
Á meðal annarra mynda sýndar á hátíðinni eru Eistnesku myndirnar Mother (Ema) og Pretenders (Teesklejad). Mother var framlag Eista til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu erlendu mynd þetta árið og vann myndin verðlaun sem besta eistneska myndin á Tallinn Black Nights Film Festival í fyrra. Pretenders var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian, en þetta er fyrsta eistneska myndin sem sýnd er í keppni þar.

STUTTAR LÝSINGAR
Fukushima, mon amour // Grüse aus Fukushima
Leikstjóri: Doris Dörrie
ÞÝSKALAND 2016
GRÜSSE AUS FUKUSHIMA
Marie og Satomi; önnur ung og vestræn, hin gömul og japönsk, önnur trúður og hin geisha. Báðar fastar á bannsvæðinu í Fukushima. Alþjóðlegur titill myndarinnar er Fukushima, mon amour – sem er vísun í fræga mynd Alain Resnais frá 1959, Hiroshima mon amour.

Trailer
Frekari upplýsingar: imdb og Variety umsögn


Nightlife // Nocno zivljenje
Leikstjóri: Damjan Kozole
SLÓVENÍA 2016
nightlife
Umdeildur lögfræðingur finnst liggjandi á gangstéttinni við fjölfarna götu í Ljubljana. Hann er rétt svo með meðvitund, liggur í blóðpolli og er þakinn bitförum eftir hunda. Myndin byggir á raunverulegum atburðum, en svipað atvik átti sér stað í Ljubljana árið 2010.

Damjan Kozole var valinn besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary síðasta sumar fyrir þessa mynd.

Trailer
Frekari upplýsingar: imdb og Variety umsögn


A Serious Game // Den allvarsamma leken
Leikstjóri: Pernilla August
SVÍÞJÓÐ 2016
a-serious-game
Þessi ástarfimmhyrningur gerist í Svíþjóð fyrir rúmri öld síðan, árið 1912. Þetta er örlagasaga elskenda sem ekki var ætlað að eigast, bæði sökum þjóðfélagslegrar stöðu og eigin mistaka.

Trailer
Frekari upplýsingar: imdb


Mother // Ema
Leikstjóri: Kadri Kõusaar
EISTLAND 2016
MOTHER
Móðir er kolsvört kómedía og sakamálamynd sem gerist í smábæ í Eistlandi. Elsa er móðir kennarans Lauri, en núna þarf hún að annast um hann upp á nýtt þar sem hann liggur meðvitundarlaus eftir dularfulla skotárás. Það er sífelldur gestagangur og hægt og rólega fer bakgrunnur skotárásarinnar að skýrast í gegnum vitnisburði gestanna.

Myndin var framlag Eista til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu erlendu mynd þetta árið. Myndin vann verðlaun sem besta eistneska myndin á Tallinn Black Nights Film Festival í fyrra.

Trailer
Frekari upplýsingar: imdb og Hollywood Reporter umsögn


Pretenders // Teesklejad
Leikstjóri: Vallo Toomla
EISTLAND 2016
pretenders_screen_patrik_tamm_49
Þegar brestir koma í ástarsamband Önnu og Juhan bíðst þeim að fá sumarhús ríkra vina sinna lánað fyrir stutt frí. Þegar þangað er komið brestur á óveður og þau leyfa öðru pari að gista á meðan veðrinu slotar. Hitt parið ályktar að Anna og Juhan eigi þetta ríkmannlega hús og þau gera ekkert til að leiðrétta misskilninginn. Þvert á móti gangast þau upp í sínum nýju hlutverkum og fara að láta eigin beiskju bitna á þessu ókunnuga pari í þessu sálræna drama um sannleika og blekkingarnar í ástarsamböndum.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian, en þetta er fyrsta eistneska myndin sem sýnd er í keppni þar.

Trailer 
Frekari upplýsingar: imdb og Variety umsögn

Áður hafði verið tilkynnt um gestinn Alain Guiraudie og myndir hans Stranger by the Lake, Staying Vertical King of Escape, gestinn Benedict Andrews og myndina hans UNA og ásamt myndunum The King’s choice og The other side of hope.