Dagskrártilkynning

ENGLISH

Stockfish Film Festival er stolt af því að tilkynna fyrstu myndir og gesti hátíðarinnar 2017!

Alain Guiraudie

Alain Guiraudie

Franski leikstjórinn og handritshöfundurinn Alain Guiraudie verður heiðursgestur á hátíðinni í ár. Myndir Alains hafa unnið til margra verðlauna og fékk Alain m.a. verðlaun sem besti leikstjórinn í ‘Un Certain Regard’ flokknum á Cannes fyrir mynd sýna Stranger by the Lake (2013) og var nýjasta mynd hans Staying Vertical (2016) tilnefnd í flokknum ‘Palme d’Or’ í fyrra. Báðar þessar myndir ásamt eldri mynd hans King of Escape (2009) verða sýndar á hátíðinni. Alain mun taka á móti spurningum úr sal á Q&A sýningum mynda sinna. Myndir Alains fjalla yfirleitt á einn eða annan hátt um kynhneigðir, ástir og ástríður og hefur hann unnið Queer Palm verðlaunin í Cannes.

 

Benedict Andrews

Benedict Andrews

Ástralski leikstjórinn Benedict Andrews verður einnig gestur hátíðarinnar. Hann býr á Íslandi og hefur m.a. unnið í Þjóðleikhúsinu og leikstýrt verkum á borð við Macbeth og Lér konung, en sú síðarnefnda hlaut alls sex Grímu-verðlaun. Fyrsta kvikmyndaverk Benedicts, UNA, verður sýnd á hátíðinni og mun Benedict taka á móti spurningum úr sal á Q&A sýningu myndar sinnar. Einnig verður norska myndin The King’s choice og finnska myndin The other side of hope sýndar á hátíðinni.

 

 

UM MYNDIRNAR

Staying Vertical // Rester vertical
Leikstjóri: Alain Guiraudie
FRAKKLAND 2016
staying-vertical_screenshot
Kvikmyndagerðarmaður endar einn með barn sem hann eignast með smalastúlku, samhliða því reynir hann að öðlast innblástur fyrir næsta kvikmyndaverkefni.

„Ein svakalegasta kvikmyndin á Cannes 2016 var Staying Vertical, … stórkostlega skrýtin gamanmynd um … ýmislegt sem gerði það að verkum að myndin var ein umtalaðasta mynd hátíðarinnar “ – Vanity Fair

Staying vertical keppti til Palme d’Or verðlaunanna á Cannes Film Festival 2016.

Trailer
Frekari upplýsingar: imdb og Wikipedia


Stranger by the Lake // L’Inconnu du lac
Leikstjóri: Alain Guiraudie
FRAKKLAND 2013
strangerbythelake_screenshot
Sumartími. Staður þar sem menn hitta aðra menn, falinn á ströndum stöðuvatns. Frank verður ástfanginn af Michel, myndarlegum, áhrifamiklum og lífshættulegum manni. Frank veit þetta, en vill samt sem áður upplifa ástríðu sína.

Stranger by the Lake var fumsýnd í flokknum Un Certain Regard á Cannes Film Festival 2013 þar sem leikstjórinn vann til verðlauna sem besti leikstjórinn. Myndinn vann einnig Queer Palm verðlaunin.

Trailer
Frekari upplýsingar: imdb og Wikipedia


The King of Escape // Le roi de l’évasion
Leikstjóri: Alain Guiraudie
FRAKKLAND 2009
thekingofescape_screenshot
Armand Lacourtade er þreyttur á lífi sínu sem einhleypur samkynhneigður maður. Eftir að hann kynnist Curly, hrokafulla unglingsstúlku, gerist hann gagnkynhneigður. Með alls konar fólk á hælum sér, sigrast þau á öllum hættum til þess að vera saman í foboðnu ást sinni. En er þetta í alvörunni það sem Armand dreymdi um?

Trailer
Frekari upplýsingar: imdb


Una
Leikstjóri: Benedict Andrews
BRETLAND 2016
una-screenshot
Una er 27 ára kona sem kemur í vinnuna til Ray til þess að gera upp sambandið sem þau áttu í mörgum  árum áður. Þau höfðu hlaupist á brott saman og áttu, að henni fannst þá, í ástarsambandi. En þar sem hún var aðeins tólf ára þá og Ray var fertugur þá lítur hún málið öðrum augum núna. Rooney Mara fer með hlutverk Unu, en hún hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lisbeth Salander í bandarísku útgáfu myndarinnar ‘The girl with the dragon tattoo’.

Trailer
Frekari upplýsingar: imdb og Wikipedia


The King‘s Choice // Kongens nei
Leikstjóri: Erik Poppe
NOREGUR 2016
The_kings_choice_screenshot
Apríl 1940. Þjóðverjar eru komnir upp að Noregsströndum og ætla að hernema landið. Hákon VII Noregskonungur flýr ásamt ríkisstjórninni til norðurhluta Noregs og hermennirnir sem vernda hann eru flestir barnungir og hann þarf að ákveða hvort Norðmenn berjist gegn ofurefli eða standi með bandamönnum.

Myndin var ein þeirra níu sem komst í lokaúrtakið fyrir bestu erlendu mynd á komandi Óskarsverðlaunahátíð.

Trailer
Frekari upplýsingar: imdb og Wikipedia


The Other Side of Hope // Toivon tuolla puolen
Leikstjóri: Aki Kaurismäki
FINNLAND 2017
the-other-side-of-hope-screenshot
jasta kvikmynd hins nafntogaðast kvikmyndagerðarmanns Finnlands, Aki Kaurismäki, fjallar um fyrrum farandsölumann sem vingast við hóp af flóttamönnum sem eru nýkomnir til Finnlands. Kvikmyndin er sú önnur í röðinni í hafnarborgatríólógíunni, en fyrsta myndin Le Havre  kom út árið 2011.

The Other Side of Hope keppir til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem fer fram í febrúar.

Trailer
Frekari upplýsingar: imdb og Wikipedia


Fleiri áhugaverðir viðburðir, kvikmyndir og gestir verða tilkynntir innan skamms!