Fleiri kvikmyndir tilkynntar á Stockfish Film Festival 2016

Það gleður okkur að tilkynna fleiri myndir sem sýndar verða á Stockfish í febrúar. Meðal gesta verður norski leikstjórinn Iram Haq. Mynd hennar I am yours verður sýnd á hátíðinni, en hún var valin framlag Noregs til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2014. Einnig verða hjónin Asier Altuna og Marian Fernandez gestir hátíðarinnar, en þau unnu saman að myndinni When a Tree Falls. Asier leikstýrði myndinni og Marian framleiddi hana. Verða þau öll viðstödd Q&A sýningar mynda sinna á hátíðinni.

Stuttar lýsingar

Ég er þín // Jeg er din // I Am Yours (2013) – Noregur

i_am_yours_unofficial

Mina er einstæð móðir á þrítugsaldri sem leitar að ástinni á götum Ósló-borgar. Hún verður ástfanginn af sænskum leikstjóra sem býr í Stokkhólmi og á nokkur önnur skammlíf ástarævintýri – sem fellur í grýttan jarðveg hjá pakistanskri móður hennar. Mina er opinská og kynferðislega frökk vestræn kona að eðlisfari – sem þýðir hins vegar að menningarheimarnir tveir sem hún tilheyrir rekast reglulega á.

 

Amma // Amama // When a Tree Falls (2015) – Spánn

amama_unofficial

Ef að tré fellur í skógi, fellur þá fjölskylda skógarhöggmannsins líka? Þrjú tré standa fyrir börnin þrjú í baskneskri bændafjölskyldu. Þetta er saga þriggja ættliða; ömmunar vitru og þöglu, þrjóska og íhaldssama pabbans og rólegu en ákveðnu mömmunar, og svo barnanna sem reyna að sætta nútímalíf sitt við bernskustöðvarnar sem brátt kunna að heyra fortíðinni til.

 

Nornin // The Witch (2015) – Bandaríkin

the_witch_unofficial

Sjö manna fjölskylda er nýlega flutt til Nýja Englands í Bandaríkjunum sautjándu aldar og býr í skógarjaðrinum. En þegar barnungur sonur þeirra hverfur þá gliðnar fjölskyldan í sundur þegar svartigaldur og trúarofstæki kemur saman í eitraðri blöndu og elsta dóttirin reynist vera norn.

 

Bláa herbergið // La Chambre Bleu // The Blue Room (2014) – Frakkland

the_blue_room_unofficial

Julien og Esther halda fram hjá mökum sínum í hótelherbergi – og þar hittum við þau fyrst. En í næstu senu er verið að yfirheyra Julien – og ljóst að alvarlegra er í spilunum en skilnaður. Skömmu síðar erum við hins vegar aftur komin í félagsskap parsins á hótelherberginu – og vitum ekki enn hvað gerðist. Hægt og rólega kemur þó sitthvað meira í ljós – en mun áhorfandinn einhvern tímann fá að vita allan sannleikann?

 

Blóm // Loreak // Flowers (2015) – Spánn

loreak_unofficial

Líf Önu tekur umskiptum þegar hún fer skyndilega á breytingaskeiðið þótt hún sé rétt um þrítugt, og í kjölfarið fer hún að fá send til sín blóm í hverri viku – nafnlaust. Tere er nýbúin að missa son sinn og Lourdes eiginmann sinn – en einhver þeim ókunnugur leggur blóm á vegarkantinn þar sem hann lést í hverri viku. Þrjár konur glíma við missi, hver á sinn hátt, en blómin dularfullu tengja þær þó allar – en mun það hjálpa þeim að vinna úr sorginni eða halda blómin þeim föstum í fortíðinni?

 

Bréf til kóngsins // Brev til Kongen // Letter to the King (2014) – Noregur

brev_til_kongen_unofficial

Mizra er 83 ára og vill vegabréf svo hann geti snúið aftur til Kúrdistan til að heiðra minningu barnanna tíu sem hann hefur misst. Hann hefur reynt allt en ákveður loks að skrifa bréf til konungs, ljóðrænt og átakanlegt bréf, fullt af sársauka og visku. Hann er þó aðeins einn af sex hælisleitendum sem myndin fjallar um – öll eru þau í dagsferð til Osló þar sem þau sinna ýmsum erindum.

 

Í ár verða í einnig boði fimm Eistneskar og fimm Pólskar myndir. Aðstandendur myndanna, ýmist leikstjórar eða framleiðendur þeirra, verða viðstödd Q&A sýningar þeirra.