50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár! Yfir 20 erlendir gestir, framúrskarandi kvikmyndir, masterklassar og viðburðir ásamt frábæru samstarfi við Physical Cinema Festival.
Takk fyrir okkur kæru Stockfish gestir!
Sjáumst að ári  💛

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Sigurvegari Sprettfisksins var tilkynntur á lokaathöfninni í gærkvöldi.

Stuttmyndin XY eftir Önnu Karín Lárusdóttur  bar sigur úr býtum og hlaut í verðlaun 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl.

Í dómnefnd sátu algjörir reynsluboltar: Alissa Simon dagskrárstjóri Palm Springs IFF, Steve Gravestock dagskrárstjóri á Toronto IFF og Wendy Mitchell, norrænn fréttaritari hjá Screen International og norrænn tengiliður San Sebastian kvikmyndahátíðarinnar.

Umsögn þeirra um verðlaunamyndina:
“First, we would like to thank the Stockfish Film Festival for asking us to be on the jury and for so graciously hosting us in one of the world’s most vibrant cities. It was an honour to serve on the Shortfish jury and see the work of a new generation of Icelandic filmmakers. For its assured direction, nuanced and touching performances (especially from its talented young cast), and sensitive engagement with timely and complicated issues, the jury awards the prize to XL by Anna Karin Larusdottir”

Stockfish óskar Önnu Karín  innilega til hamingju með sigurinn og óskar henni sem og öðrum keppendum, velgengni í framtíðar kvikmyndaverkefnum. Framtíðin er björt í íslenskri kvikmyndagerð!

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Föstudagur 8.mars Kl. 16 – 18. Takið daginn frá!

Jonathan Finegold mun halda masterklassa á Stockfish hátíðinni um yfirumsjón tónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Í framhaldinu verður stutt pallborðsumræða um efnið með nokkrum fulltrúum frá innlendum aðilum í faginu.

Pallborðið skipa auk Jonathans:
Guðrún Björk Bjarnadóttir – STEF
Pétur Jónsson – MEDIALUX
Cheryl Ang – ÚTÓN sem er einnig spjallborðsstjórnandi

Jonathan Finegold er stofnandi Fine Gold, tónlistar útgáfu fyrirtækis. FGM er umboðsaðili margra vinsælustu Indie-merkjanna, þar á meðal Westbound (Funkadelic, Ohio Players), Fania (Willie Colon, Ray Barretto) og tónlist Anderson .Paak., Pitbull og Eminem. Tónlist á hans vegum hefur heyrst í auglýsingum fyrir Apple iPhone, Nike, Hershey, Cadillac, Harley-Davidson og fleiri.

Kvikmyndir og kvikmynda trailerar þar sem tónlist FGM hefur hljómað í eru Furious 7, Boyhood, Moneyball, The Big Shortog fleiri. Af sjónvarpsþáttum má helst nefna: Narcos, Homeland, Breaking Bad, Mad Men, Orange er New Black, og margir fleiri.

Finegold hefur starfað sem tónlistarleiðbeinandi fyrir ýmsar kvikmyndir og heimildarmyndir. Meðal þeirra eru Playroom, þar sem John Hawkessem tilnefndur var til óskarsverðlauna fer með aðalhlutverkið, heimildarmyndin Pretty Old sem Sarah Jessica Parker framleiddi og Prescription Thugs sem dreifð var af Samuel Goldwyn.

Aðgangur ókeypis og opið öllum!

 

Q&A með Lucrecia Matrel á Stockfish!

ZAMA

Í gær var magnað Q&A með hinni stórfenglegu Lucrecia Matrel, leikstýru ZAMA! Martel var fyrir tilviljun stödd á Íslandi að vinna að verkefni með söngkonunni Björk Guðmundsdóttur á sama tíma og við hjá Stockfish vorum að sýna myndinna hennar. Við elskum fallegar tilviljanir og erum svo snortin yfir því að hún skildi vera með okkur á Stockfish í gær.
Myndin ZAMA hefur hlotið yfir 80 verðlaun og tilnefningar um allan heim. Það verður ein lokasýning á myndinni þann 9.mars kl. 20.00.
Ekki missa af því að sjá þessa einstöku mynd á stóra tjaldinu.

 

 

“This Surreal Period Piece Is 2018’s Best Film So Far. Lucrecia Martel’s Paraguay-set drama finds pathos and grim humor in colonial South America.”
– Vanity Fair

“Zama” is a mordantly funny and relentlessly modernist critique of colonialism that makes no conclusions, ultimately resting on a scene of verdant nature not entirely stained by humanity.
– Roger Ebert.

Zama, spænskur liðsforingi á nýlendutímum í Suður-Ameríku, bíður eftir að vera fluttur á nýjar, virðulegri slóðir. Sífelldar niðurlægingar og pólitískir leikir grafa undan geðheilsu hans og leiða hann til ofsóknaræðis og lostafullrar hneigðar.

 

 

 

Sérstök sýning á Phoenix – Q&A með leikstjóra myndarinnar

Frá unga aldri hefur Jill þurft að taka ábyrgð fyrir alla fjölskylduna. Hún hugsar um andlega óstöðuga móður sína og yngri bróður sinn. Fréttir af því að löngum horfinn faðir þeirra systkina sé að koma í heimsókn á afmælisdegi Jill gefur þeim von um bjartari tíma, en þegar fjölskyldan verður fyrir óvæntu áfalli ákveður Jill að halda því leyndu.

Sérstök sýning á fyrstu mynd Camillu Ström Henriksen í tilefni af því að hún verði viðstödd hátíðina í ár og mun hún svara spurningum áhorfenda.

Verðlaun & hátíðir

Phoenix er frumraun norska handritahöfundarins og leikstjórans Camilla Stroem Henriksen fékk sérstaka umfjöllun á 43. Kvikmyndahátíðinni í Toronto (TIFF) 2018.

Léttar veitingar verða í boði norska sendiráðsins.

Sex myndir valdar til að keppa um Sprettfiskinn

Sex stuttmyndir hafa verið valdar til að keppa um Sprettfiskinn í ár og verða myndirnar allar sýndar saman tvisvar í Bíó Paradís á meðan hátíð stendur. Sigurmyndin verður tilkynnt á lokahófi hátíðarinnar sunnudaginn 10. mars.

Það er okkur mikill heiður að tilkynna dómnefndina í ár en í henni sitja Alissa Simon dagskrárstjóri Palm Springs IFF, Steve Gravestock dagskrárstjóri á Toronto IFF og Wendy Mitchell kvikmyndarýnir hjá Screen.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum búnaði fyrir næsta verkefni.

Eftirtaldar sex myndir voru valdar til keppni;

Ólgusjór (Seasick)
Leikstjóri: Andri Freyr Ríkarðsson
Framleiðandi: Ásþór Aron Þórgrímsson

Kanarí
Leikstjóri: Erlendur Sveinsson
Framleiðandi: Helga Jóakimsdóttir

Stimuli
Leikstjóri: Viktor Sigurjónsson
Framleiðandi: Atli Óskar Fjalarsson & Viktor Sigurjónsson

Blóðmeri (Blood Mare)
Leikstjóri: Dominique Gyða Sigrúnardóttir
Framleiðandi: DRIF (Baltasar Breki Samper, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Sigríður Rut Marrow.)

The Menu
Leikstjóri: Atli Sigurjónsson
Framleiðandi: Atli Sigurjónsson & Nick Gonzalez

XY
Leikstjóri: Anna Karín Lárusdóttir
Framleiðandi: Anna Karín Lárusdóttir

Stockfish kynnir kvikmyndaperlu sem lætur engan ósnortinn!

GIRL

Ein af þessum stórkostlegu kvikmyndaperlum! Tilnefnd til Golden Globe verðlauna 2019 og sigurvegari á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2018. Mynd sem heldur áfram að sópa að sér verðlaunum!

Umsagnir

“If the audience erupting into applause and cheers at the end of the premiere earlier today is any indication of the success and impact of this film, one can only say that Girl swept us away.”

Zoe Tamara, The Upcoming.

“This story of a trans teen who dreams of being a ballerina marks a stunning debut for both director Lukas Dhont and star Victor Polster.” Peter Debruge, Variety.

Samantekt

Lara er 15 ára og ákveðin í því að verða atvinnu ballerína. Í nýjum skóla og með stuðningi föður hennar gefur hún sig alla í dansinn. Þegar gelgjuskeiðið færist yfir verða takmarkanir á vegi hennar því hún fæddist strákur.

Verðlaun og hátíðir

Golden Globes 2019. Tilnefnd. Best motion picture – foreign language

Cannes 2018. Sigurvegari í fimm flokkum þar á meðal fyrir besti leikstjórn og besti leik.

Palm Springs International Film Festival 2019. Tilnefnd. Besta myndin á erlendu tungumáli.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2018. Sigurvegari.

Goya verðlaunin 2019. Tilnefnd. Besta evrópska myndin.

Þrjár af bestu myndum ársins á Stockfish!

BURNING

Sendillinn Jongsu er á vakt þegar hann rekst á Haemi, kunningja sinn úr æsku. Hún biður hann um að huga að kettinum sínum á meðan hún fer í ferðalag til Afríku. Þegar hún snýr aftur kynnir hún Jongsu fyrir dularfullum ungum manni, Ben, sem hún kynntist á ferðalaginu. Einn dag segir Ben Jongsu frá óvenjulega áhugamáli sínu.

Burning er fyrsta mynd suðurkóreska leikstjórans Lee Chang-dong síðan Poetry kom út árið 2010. Myndin er lauslega byggð á smásögu Murakami Haruki, “Barn Burning”. Sagan hefur þó verið færð úr japönsku samhengi og yfir í suðurkóreskt og yfir í ljóðrænan rökkur stíl Chang-dong.

Hátíðir: Myndin hefur verið sýnd á mörgum virtum hátíðum um allan heim þ.m.t. í keppnisflokki á Cannes. Hún var auk þess valin ein af bestu myndum ársins 2018 að mati kvikmyndablaðsins Sight & Sound.

Umsagnir:

“These unnerving periods of dialogue-free exposition approach “Vertigo” in their poetic eeriness, and it’s some of Lee’s best filmmaking to date — as the narrative arrives at the culmination of Murakami’s story, it launches into unknown terrain.”Eric Kohn, IndieWire

“As adaptations go, this one is exceptionally smart.”Tony Rayns, Sight & Sound

CAPERNAUM

Tólf ára drengur kærir foreldra sína fyrir vanrækslu á meðan hann tekur út 5 ára fangelsisdóm fyrir ofbeldisfullan glæp. 

Hátíðir: Tilnefnd til Óskars-, BAFTA and Golden Globe verðlauna árið 2019 auk fjölda annara.

Umsagnir:

“Tackling its issues with heart and intelligence, Labaki’s child-endangerment tale is a splendid addition to the ranks of great guttersnipe dramas.” Jay Weissberg – Variety

“In “Capernaum,” the heartache of the underprivileged is on such interminable display that you feel the physical hurt in your bones.”  Tomris Laffly – rogerebert.com

 

DOGMAN

Fíngerði og viðkvæmi hundasnyrtirinn Marcello lendir undir járnhæl fyrrverandi hnefaleikakempunar Simone sem heldur öllu hverfinu í heljargreipum. Marcello þarf að ná fram hefndum til að eindurreisa mannorð sitt.

Hátíðir: Tilnefnd til BAFTA og vann Marcello Fonte besta leik á Cannes fyrir túlkun sína. Hundurinn sigraði Palme Dog á Cannes fyrir besta leik af hundakyni.

Umsagnir:

“The Italian director nitpicks gangster insecurities with hilarious flair in this tale of a dog-groomer-cum-smalltime coke dealer. Matteo Garrone’s terrific portrait of a criminal dogsbody.” Peter Bradshaw – The Guardian

“A brilliant, beguiling comic drama that takes on a tragic hue. Matteo Garrone’s modern day fable is one of the best Italian films of recent times.” Geoffrey Macnab – Independent

 

 

Aftur í tímann með þremur stórbrotnum verðlaunamyndum

STUDIO 54
Stúdíó 54 næturklúbburinn var skjálftamiðja hedonisma á sjöunda áratugnum. Klúbburinn er löngu orðinn táknrænn fyrir tímabilið og nú, 39 árum eftir að rauða teppinu var fyrst kastað yfir heilagan þröskuldinn fáum við að sjá raunverulegu söguna á bak við frægasta næturklúbb allra tíma!
Verðlaun og tilnefningar
Myndin var tilnefnd sem besta heimildarmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Aþenu og Dublin Film Critics Circle Awards. Auk þess var hún tilnefnd sem besta LGBTQ heimildarmynd ársins hjá Gay and Lesbian Entertainment Critics Association (GALECA).
Umsagnir
“ A riveting and Intimate look back at the greatest nightclub in New York history.”
David Ehrlich – IndieWire
“ Matt Tyrnauer’s documentary delivers a lively account of how Studio 54 opened its doors to disco music, hedonism and celebrity revellers.”Peter Brashaw – The Guardian

 

 

 

ANOTHER DAY OF LIFE
Stórbrotin animation heimildarmynd sem byggð er á borgararstríðinu í Angóla árið 1975. Blaðamanninum Kapuscinski er fylgt eftir þar sem hann er staddur í framlínu stríðsins og skrifar um ástandið. Kapuscinski er þjakaður af innri togstreitu um störf blaðamannsins og áhrif stríðsins á fólkið sem hann hittir.
Umsagnir
“The possibility of an “Under Firemeets Waltzing With Bashir” pitch should attract festival offers and audiences seeking fresh perspectives on living memory historical events.” Allan Hunter – Screen Daily
Awards and Festivals
-Cannes Film Festival. 2018. Golden eye. Nominee.
-European Film Awards. 2018. Winner.
-Biogram Film Festival. International competition. Winner.
-Winner of Cartoon Movie’s Producer of the Year Award.

 

 

 

LETO
Rokkstjarnan, lærlingur hans og eiginkona mynda ástarþríhyrning í Rússlandi á áttunda áratug síðustu aldar. Myndin er óður til sovésku neðanjarðar tónlistarsenunnar. Leikstjóri myndarinnar er Kirill Serebrennikov, opinskár gagnrýnandi Vladimirs Pútín. Serebrennikov var í stofufangelsi vegna skoðanna sinna þegar myndin var frumsýnd á kvikmyndhátíðinni í Cannes 2018.
Verðlaun og tilnefningar
Won the Cannes Soundtrack Award & Nominated for the Cannes Palme d’Or.
Nominated at the Russian Guild of Film Critics 2019 for
Best Film, Best Director, Best Actor, Best Cinematographer, Best Composer, Best Production Designer.
Umsagnir
“Putin’s Least Favorite Filmmaker Delivers a Spirited Requiem for the Leningrad Rock Scene.”
David Ehrlich – Indiewire
“Director Kirill Serebrennikov is under house arrest in Russia, but his wild, whirling, often confounding 1980’s rock opus moves freely.”Guy Lodge – Variety

 

 

Isabella Eklöf fær einróma lof gagnrýnenda fyrir frumraun sína Holiday!

Isabella Eklöf er viðtakandi Dreyer verðlaunannafyrir frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri á kvikmyndinni Holiday. Myndin hefur hlotið einróma lof kvikmyndagagnrýnenda og er það okkur sönn ánægja að tilkynna að myndin verður sýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís dagana 28. febrúar – 10. mars nk.
Eklöf er einnig þekkt fyrir að hafa skrifað handritið að kvikmyndinni Border Un Certain Regard í samvinnu við Ali Abbasi.
Isabella Eklöf er gestur Stockfish og verður með Q&A eftir sýningar á myndinni.
Verðlaun og hátíðir
–World Premier. Sundance Film Festival 2018.
–Dreyer Award.
–European premiere. Dragon Award Best Nordic Film Competition.
–Nordix Mid Grand Prix. Film Fest Sundsval.
–Grand Prix International Competition. New Horizons International Film Festival.
– Bodil award – Best film

 

 

Samantekt
Sascha, ung of falleg kona uppgötvar að draumalífinu fylgir fórnarkostnaður þegar hún er boðin velkomin í „fjölskyldu“ kærasta síns, eiturlyfja barónsins í sjávarþrorpi á Tyrknesku rivíerunni.
Líkamlegt og andlegt ofbeldi er hluti af lífstílnum á þessu stormasama heimili, en þegar Sascha leitar athygli annars manns hrindir það af stað örlagaríkri atburðarás.
Á Sasha möguleika á því að yfirgefa þetta mótsagnakennda líf alsnægta og ofbeldis?
“An exceptional feature debut” Todd McCarthy, The Holliwood Reporter.
“An astonishing first feature…”Holiday” is a fearless work, anchored by a bold, subtle lead performance.” Erik Kohn, Indiwire.

 

 

 

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Stockfish Film Festival óskar eftir Sprettfiskum!

Veglegustu kvikmyndaverðlaun landsins í boði KUKL!

Stockfish óskar eftir stuttmyndum til að keppa um Sprettfiskinn í stuttmyndakeppni hátíðarinnar sem haldin verður í fimmta sinn í Bíó Paradís dagana 28. febrúar – 10. mars 2019.

Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð.

Árið 2018 vann myndin Viktoría eftir Brúsa Ólason og hlaut hann 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl í verðlaun. Myndin hefur í kjölfarið m.a. verið sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og Clermont Ferrand. Myndirnar sex sem valdar eru í Sprettfiskinn fara ári síðar á ferðalag um Norður Ameríku og Kanada með Taste of Iceland ári síðar sem fulltrúar íslenskrar kvikmyndagerðar.

Stuttmyndirnar mega vera að hámarki 30 mínútur og ekki eldri en ársgamlar. Hátíðin gerir þá kröfu að myndirnar hafi ekki verið sýndar opinberlega á Íslandi. Aðeins íslenskar stuttmyndir koma til greina, eða myndir sem skarta íslenskum leikstjórum eða framleiðendum. Myndin þarf auk þess að vera með enskum texta.

Umsóknir, topic: SPRETTFISKUR, sendist á stockfish@stockfishfestival.is ásamt meðfylgjandi upplýsingum:

Nafn myndar (ef hún ber ekki enskt heiti þarf það að fylgja með)

Nafn leikstjóra

Nafn framleiðanda

Lengd myndar

Stutt synopsis (á ensku og íslensku)

Útgáfudagsetning

Hlekkur á myndina ásamt lykilorði ef þarf

Tengiliðaupplýsingar

Norræn heimildamyndaveisla!

Stockfish kynnir með stolti þrjár stórkostlegar norrænar heimildarmyndir sem sýndar verða á hátíðinni.

THE RAFT (Noregur)

Árið 1973 ráku fimm karlar og sex konur yfir Atlantshafið á fleka sem var hluti af vísindalegri tilraunarannsókn þar sem rannsaka átti félagsfræðina á bak við ofbeldi, árásargirni og kynferðislegt aðdráttarafl. Þessi kvikmynd er sagan á bak við þetta óvenjulega ferðalag sem hefur verið lýst sem “einni af skrýtnustu hóptilraunum allra tíma.” 

Myndin vann Silfur Hugo-inn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago og hin virtu DOX:AWARD á CPH:DOX.

For the expertly crafted, visually inventive and absorbing retelling of one long strange trip across international waters and into the depths of human nature – the jury awards the Silver Hugo to Marcus Lindeen’s riveting film, The Raft.

Winner of top honors at CPH:DOX, Marcus Lindeen’s lively, argument-rich doc revisits anthropologist Santiago Genoves’ controversial Acali Experiment.” – Guy Lodge – Variety

 

ANGEL OF THE NORTH (Finnland)

Eitt elskaðasta málverk finna er verkið, Særði Engillinn, sem sýnir tvö börn bera engil á milli sín á börum. Verkið, sem er einhvern konar hreinsun þjóðarsálarinnar,  er sveipað dulúð þar sem höfundur verksins fékkst aldrei til að útskýra boðskap þess. Myndin leitast eftir því að skilja áhrif verksins í öllum hornum Finnlands með því að velta upp spurningum um mansálina, dauðann og tilveru engla. Depurð,von, húmanisma og norrænum Shamanisma er hér hrært saman í tilraun til að leysa gátuna á bakvið Særða Engilinn.

Myndin var tilnefnd til Jussi verlaunanna sem besta heimildarmyndin í fullri lengd.

 

 

 

MAJ DORIS (Svíþjóð)

Við fyrstu sýn fjallar myndin um sérvitra gamla konu sem vinnur fyrir sér sem hreindýrahirðir. Smám saman verður okkur ljóst að þarna fylgjumst við Samísku fjöllistakonunni Maj Doris, djúpvitri og heillandi goðsögn í lifanda lífi. Maj hefur ferðast um gjörvallan heiminn til að kynna menningararf þjóðar sinnar en leyfir okkur hér að skyggnast undir yfirborðið og kynnast flækjum þess að vera sterk listræn kona, fyrirmynd og baráttukona fyrir varðveislu frumbyggjamenningar.

Myndin var tilnefnd til NORDIC:DOX verðalunanna á CPH:DOX sem besta norræna heimildarmyndin.

It’ll leave you wanting to jump on a plane to travel north, as well as hoping you’re as cool as Maj Doris when you’re 75.” – Emma Vestrheim – cinemascandinavia.com

 

 

 

 

Frá Cannes til Stockfish!

Lara er 15. ára stúlka, fædd í líkama drengs, sem dreymir um að verða ballerína.

Girl byrjaði á að sópa að sér verðlaunum á Cannes kvikmyndáhátíðinni og hefur haldið sigurgöngunni áfram á virtustu kvikmyndahátíðum heimsins. Myndin var auk þess tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna.

“If the audience erupting into applause and cheers at the end of the premiere earlier today is any indication of the success and impact of this film, one can only say that Girl swept us away.”

Zoe Tamara – The Upcoming

“This story of a trans teen who dreams of being a ballerina marks a stunning debut for both director Lukas Dhont and star Victor Polster.”

Peter Debruge – Variety

Sýnishorn

 

Sinan er ástríðufullur um bókmenntir og hefur alltaf langað til að verða rithöfundur. Þegar hann snýr aftur heim í þorpið sem hann fæddist í þarf hann að mæta óvægum skuggum fortíðarinnar.

“Am I allowed to say that Nuri Bilge Ceylan’s The Wild Pear Tree is a masterpiece and the best film in Cannes?”

David Jenkins – Little White Lies

“Another visually rich chamber piece from Nuri Bilge Ceylan that builds elaborate rhetorical set pieces of astonishing density.”

Jay Weissberg – Variety

Sýnishorn

 

Miðasala auglýst síðar. Hátíðarpassar og klippikort fást nú á  TIX

Physical Cinema Festival á Stockfish!

Physical Cinema Festival á Stockfish!  
 
Nú í ár mun Physical Cinema Festival opna í fyrsta sinn og vinna með Stockfish International Film Festival. Physical Cinema Festival mun koma með alþjóðlegar stuttmynda- og heimildarmyndar dagsskrá sem leggur áherlsu á hreyfimyndir eða “moving your body without the move”. Ásamt myndbands innsetningum (video installations) í andyri Bíó paradísar eftir innlenda og erlenda höfunda, innsetningarnar munu vera uppi allan tímann meðan hátíðin er í gangi.
Physical Cinema Festival er hátíð sem leggur áherslur á kvikmyndir sem liggja á landamærum kvikmyndar og myndlistar, svokallaðar nútíma “silent movies” eða “Pönk stuttmyndarinnar”.
“Erum við ekki öll með líkama? Nýtum við líkamann aðallega til að færa höfuðið á milli funda…?”
Sir.Ken Robinson TEDtalk.
 Vídeo innsetningar: 28. febrúar – 10. mars

Sýningar dagana 1.-4.-7.-10. mars

Nánari upplýsingar: physicalcinemafest.com

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í SPRETTFISKINN

Stockfish Film Festival óskar eftir Sprettfiskum!

Veglegustu kvikmyndaverðlaun landsins í boði KUKL!

Stockfish óskar eftir stuttmyndum til að keppa um Sprettfiskinn í stuttmyndakeppni hátíðarinnar sem haldin verður í fimmta sinn í Bíó Paradís dagana 28. febrúar – 10. mars 2019.

Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð.

Árið 2018 vann myndin Viktoría eftir Brúsa Ólason og hlaut hann 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl í verðlaun. Myndin hefur í kjölfarið m.a. verið sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og Clermont Ferrand. Myndirnar sex sem valdar eru í Sprettfiskinn fara ári síðar á ferðalag um Norður Ameríku og Kanada með Taste of Iceland ári síðar sem fulltrúar íslenskrar kvikmyndagerðar.

Stuttmyndirnar mega vera að hámarki 30 mínútur og ekki eldri en ársgamlar. Hátíðin gerir þá kröfu að myndirnar hafi ekki verið sýndar opinberlega á Íslandi. Aðeins íslenskar stuttmyndir koma til greina, eða myndir sem skarta íslenskum leikstjórum eða framleiðendum. Myndin þarf auk þess að vera með enskum texta.

Umsóknir, topic: SPRETTFISKUR, sendist á stockfish@stockfishfestival.is ásamt meðfylgjandi upplýsingum:

Nafn myndar (ef hún ber ekki enskt heiti þarf það að fylgja með)

Nafn leikstjóra

Nafn framleiðanda

Lengd myndar

Stutt synopsis (á ensku og íslensku)

Útgáfudagsetning

Hlekkur á myndina ásamt lykilorði ef þarf

Tengiliðaupplýsingar

Óskum eftir starfsnemum og sjálfboðaliðum!

Stockfish kvikmyndahátíðin, sem fram fer dagana 28. febrúar til 10. mars n.k. óskar eftir sjálfboðaliðum og starfsnemum!

Starfsnemar óskast sem fyrst til að aðstoða við ýmis verkefni tengdum undirbúningi hátíðarinnar og veitir góða innsýn inn í framleiðsluferli alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar.

Umsóknir og nánari upplýsingar sendist á stockfish@stockfishfestival.is – Subject: Intern

Sjálfboðaliðar aðstoða við fjölda verkefna á meðan hátíð stendur. Framlag sjálfboðaliða skiptir gríðarlega miklu máli og skapa þeir oftar en ekki þá líflegu stemmningu sem myndast ávallt á hátíðinni.

Umsóknir og nánari upplýsingar sendist á stockfish@stockfishfestival.is – Subject: Volunteer

Stockfish one of 30 “Best Must-Attend Global Festivals!”

The complete list here!

Sigurvegari Sprettfisks!

Sigurvegari Sprettfisks, stuttmyndakeppni hátíðarinnar, var tilkynntur í lokaathöfninni í gærkvöldi.

Stuttmyndin Viktoría eftir Brúsa Ólason bar sigur úr býtum þetta árið og hlaut hann 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl í verðlaun.

Í dómnefnd sátu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri, Hlím Jóhannesdóttir, framleiðandi og Ísold Uggadóttir, leikstjóri. Höfðu þau þetta að segja um myndina:
“Hér er á ferð falleg og einföld saga, gædd hlýrri og mannlegri aðalpersónu sem ófeimin tekst á við mótlæti á eigin spýtur og hreyfir við áhorfendum.”

Hátíðin óskar Brúsa innilega til hamingju með sigurinn og óskar honum, sem og öðrum keppendum, velgengni í framtíðar kvikmyndaverkefnum. Það er ljóst að Ísland á fjölmargt hæfileikaríkt og upprennandi kvikmyndagerðarfólk.

Hægt er að sjá allar stuttmyndinar í síðasta skipti á hátíðinni í dag kl 18. Miðar er hægt að fá hér.

Síðustu dagar Stockfish

Nú fer senn að líða að lokum Stockfish Film Festival, en síðasti dagur hátíðarinnar er á sunnudaginn. Ekki örvænta, því þessa síðustu helgi hátíðarinnar verður úr nægu að velja!

FÖSTUDAGUR, 9. mars
Dagurinn í dag hefst með Q&A sýningu á November kl 18:00, þar sem Rainer Sarnet, leikstjóri myndarinnar, verður viðstaddur. Í kjölfarið verða m.a. myndirnar An Ordinary Man (þar sem íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með stórleik á móti Ben Kingsley) og Before We Vanish (nýjasta mynd Japanska leikstjórans Kiyoshi Kurosawa) sýndar ásamt fleirum frábærum myndum.

 

 

 

 

LAUGARDAGUR, 10. mars
Á morgun, laugardag, hefjast sýningar kl 16 og verða fjölmargar flottar myndir á dagskrá. Myndin Redoubtable verður m.a. sýnd, en hún segir frá hinum heimsfræga leikstjóra Jean-Luc Godard og sambandi hans við kvikmyndir og ástina.
Kl 19:00 hefst lokaathöfn hátíðarinnar þar sem tilkynnt verður m.a. um sigurvegara Sprettfisks, stuttmyndakeppni hátíðarinnar. Allir eru velkomnir og léttar veitingar í boði.
Kl 20:00 hefst Q&A sýning á myndinni Spoor, en myndin er eftir þrítilnefndu Óskarsverðlauna leikstjórann Agnieszku Holland. Aðalleikkona myndarinnar, Agnieszka Mandat, sem hefur verið mikið lofuð og unnið til verðlauna fyrir leik sinn í myndinni verður viðstödd.

 

 

SUNNUDAGUR, 11. mars
Sunnudagurinn hefst á Heimildamynda-Masterklassa með Arne Bro kl 15. Um Arne Bro skrifar Dagur Kári leikstjóri m.a.;

“Arne Bro hefur lag á að bregða stækkunargleri á einstaka þræði vefnaðarins og spotta hinn góðkynjaða galla. Það er frelsandi að losna undan oki fullkomnunarinnar og leysa úr læðingi sköpun sem getur -eðli málsins samkvæmt- aðeins verið á þínum forsendum.”

Masterklassinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis.

Kvikmyndasýningar dagsins hefjast svo kl 18 með sýningum Sprettfisksins og Let the sunshine in. Kl 20 verður önnur Q&A sýning á Spoor ásamt auka sýningu á Óskarsverðlaunamyndinni A Fantastic Woman. Hátíðinni lýkur svo með síðustu sýningum sunnudagsins, Asphyxia og auka sýningu á Loveless.

 

Fulla dagskrá kvikmyndinasýninga má finna hér.

Dagskráin er komin út!

Það gleður okkur að tilkynna það að dagskrá hátíðarinnar er tilbúin og komin út. Nálgast má upplýsingar um allar kvikmyndir hátíðarinnar hér á heimasíðunni og kynna sér sýningadagskrá eftir dögum hér.

Hægt er að kaupa hátíðarpassa og klippikort hér. Miðasala á stakar kvikmyndasýningar hefst innan skamms á tix.is.

Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar ítarlega í bæklingnum hér að neðan.

Leikkona verðlaunamyndar Berlinale er gestur Stockfish!

Pólska verðlaunamyndin SPOOR verður sýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Bíó Paradís 1. til 11.mars. Aðalleikkonan, Agnieszka Mandat verður gestur hátíðarinnar og tekur þátt í Q&A sýningu myndarinnar.

Agnieszka Mandat
Agniezka hefur verið mikið lofuð og unnið til verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Agnieszka er fædd í Kraká í Póllandi árið 1953 og hefur verið starfandi leikkona í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum frá árinu 1975. Agniezka hefur leikið í yfir 40 þáttaröðum og kvikmyndum og er margverðlaunuð á löngum leikferli sínum. Það er Stockfish mikill heiður að fá þessa stórkostlegu leikkonu sem gest hátíðarinnar í ár.

 

 

 

SPOOR (Pokot)
Myndin er ógleymanleg, glæsileg og fullkomlega undarleg saga af stétta- og kynjasamfélagi, dýraréttindum og myrkum náttúruöflum.

Janina Duszejko er eldri kona sem býr ein í Klodzko-dalnum þar sem röð dularfullra glæpa eru framdir. Duszejko er sannfærð um að hún veit hver eða hvað er morðinginn, en enginn trúir henni.

SPOOR, er kvikmynd eftir þrítilnefnda Óskarsverðlauna leikstjórann Agineszku Holland og hefur unnið til fjölda kvikmyndaverðlauna, þar á meðal Silfur Björninn á Berlinale hátíðinni. Myndin var framlag Póllands til Óskarsverðlaunanna.

Mikill áhugi erlendra blaðamanna

Erlendir gestir Stockfish setja ávalt svip sinn á hátíðina. Meðal þeirra eru blaðamenn, en koma þeirra er gríðarlega mikilvæg fyrir hátíðina sjálfa og þá kvikmyndagerðarmenn sem taka þátt eða sýna verk sín á hátíðinni. Þannig gefst frábært tækifæri til þess að koma sér og verkefnum sínum á framfæri. Nú þegar hafa eftirtaldir fjórir blaðamenn hafa boðað komu sína;

Alissa Simon
Dagskrárstjóri Palm Springs International Film Festival og kvikmyndarýnir fagtímaritsins Variety.

Alissa Simon verður gestur hátíðarinnar annað árið í röð. Alissa hefur verið hluti af dagskrárdeild Palm Springs International Film Festival frá árinu 2000, þar af hefur hún starfað sem dagskrárstjóri hátíðarinnar síðan 2008. Alissa skrifar einnig um kvikmyndir fyrir fagtímaritið Variety.

Alissa hefur setið í mörgum dómnefndum á kvikmyndahátíðum, m.a. í Gautaborg, Cannes, Amsterdam, San Francisco, Sarajevo, Sochi, Cluj, Torino, Montreal og Vancouver. Það má í raun segja að Alissa starfi við það að vera viðstödd kvikmyndahátíðir, en aðspurð segist hún mæta á u.þ.b 12-15 hátíðir á ári. Við erum heppin að fá hana til okkar annað árið í röð!

Í viðtali við Coachella Valley Weekly sagði Alisson aðspurð um mikilvægi kvikmyndahátíða: “kvikmyndahátíðir sýna myndir sem annars kæmu jafnvel ekki til dreifingar. Þar gefst frábært tækifæri til þess að sjá kvikmyndir eins og þeim var ætlað að sjást: á hvíta tjaldinu í bestu mögulegu sýningaraðstæðum. Kvikmyndahátíðir gefa manni tækifæri á að ferðast um allan heiminn án þess að yfirgefa bæinn, til þess að upplifa nýja menningu og hugmyndafræði.” Við hjá Stockfish hefðum ekki getað orðað þetta betur!


Tara Karajica
Stofnandi og ritstjóri The Film Prospector og sjálfstætt starfandi blaðakona.

Tara er ítölsk blaðakona sem býr og starfar í Serbíu. Hún þekkir heim kvikmyndahátíða vel þar sem hún hefur sjálf unnið við nokkrar hátíðir, m.a. í dagskrárdeild alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Glasgow. Tara skrifar um kvikmyndir fyrir fjölda miðla utan síns eigins, m.a. Cinema Scandinavia, Variety, Tess Magazine, Go Film, Accréds, Sidneybuzz, AltCine, The Kinecko, Screen International, Indiewire ofl.

 

 

 

 


David Jenkins
Ritstjóri Little White Lies

David Jenkins er ritstjóri Little White Lies, kvikmyndatímarits sem kemur út sex sinnum á ári. Áður en hann hóf störf hjá Little White Lies skrifaði hann fyrir Time Out London og hefur skrifað kvikmyndarýni fyrir miðla eins og Sight & Sound, The Guardian, FIPRESCI, Montages og MUBI.

 

 

 

 

 


Marina Richter
Blaðakona og kvikmyndarýnir

Marina skrifar um erlenda menningu fyrir elsta og virtasta dagblað austur-Evrópu, Politika, auk þess skrifar hún fyrir Króatíska tímaritið Monitor. Marina býr og starfar í Vínarborg og hefur sérstakan áhuga á Skandinavískri kvikmyndagerð þar sem hún er með meistarapróf frá Vínarborgarháskóla í Skandinavískum fræðum.

Tvær myndir sýndar á Stockfish eru tilnefnar til Óskarsverðlauna!

Tvær myndanna sem sýndar verða á Stockfish Film Festival í ár voru tilnefndar til Óskarsverðlauna nú á dögunum. Myndirnar sem um ræðir eru A Fantastic Woman frá Chile og rússneska myndin Loveless, en þær eru báðar tilnefndar í flokknum ‘Besta erlenda kvikmyndin’.

A Fantastic Woman (Una Mujer Fantástica) segir frá Marina, sem missir unnusta sinn skyndilega og veröld hennar umbreytist í kjölfarið. Erfiðleikar hennar eru að miklu leiti afleiðing þess að Marina er transkona, en hún þarf að standa með sjáfri sér og berjast enn á ný við öflin sem hafa haldið henni aftur allt hennar líf. 

A Fantastic Woman er átakanleg mynd frá margverðlaunaða leikstjóranum Sebastián Lelio og hefur aðalleikona myndarinnar Daniela Vega verið lofuð fyrir leik sinn í myndinni, en hún er sjálf transkona.

Áður hefur verið tilkynnt um myndina Loveless (Nelyubov) á hátíðina, en hún fjallar um hjón sem ganga í gegnum grimmilegan skilnað sem einkennist af bræði, vonsku og gagnkvæmum ásökunum. Þeim liggur á að byrja lífið upp á nýtt og snúa við blaðinu jafnvel þótt það feli í sér að yfirgefa tólf ára son sinn Alyosha. En eftir að verða vitni af rifrildi foreldra sinna, hverfur Alyosha…

Síðasta mynd leikstjórans Andrey Zvyaginstev, Leviathan, sló í gegn og þykir Loveless ekki síðra meistaraverk. Loveless vann m.a. dómaraverðlaunin í Cannes  og var tilnefnd til Golden Globe sem besta erlenda myndin.

Hágæða kvikmyndir frá kvikmyndahátíðinni í Cannes!

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival tilkynnir fleiri kvikmyndir hátíðarinnar 2018

Allar myndir sem sýndar eru á hátíðinni eru handvaldar og allar eiga það sameiginlegt að vera hágæða myndir en margar þeirra hafa unnið til eða verið tilnefndar til verðlauna á erlendum kvikmyndahátíðum. Það sem allar kvikmyndir sem tilkynntar eru núna eiga það sameiginlegt er að hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra þar sem ein þeirra A GENTLE CREATURE keppti um Gullpálmann (Palme d’Or ), aðalverðlaun hátíðarinnar.

Hér má sjá samantekt á þeim kvikmyndum sem eru nú tilkynntar á hátíðina;

BEAUTY AND THE DOGS (Aala Kaf Ifrit)
Átakanleg en nauðsynleg mynd sem er tekin upp í einungis níu skotum.

Marian, ung kona frá Túnis, hittir hinn dularfulla Youssef í námsmanna partýi og fer með honum. Það er upphafið af langri nótt sem inniheldur baráttu hennar fyrir hún réttindum sínum og reisn þar sem hún þarf að tilkynna það til lögreglunnar að henni hafi verið nauðgað af nokkrum lögreglumönnum. En hvernig næst réttlæti fram þegar hlutirnir eru hliðhollir þeim sem brutu á henni?

Í stökki sínu frá heimildamyndum til skáldskapar hefur leikstjórinn Kao Ben Hania valið að segja frá umdeildri sannra sögu með mikilli áskorun í kvikmyndastíl, þar sem atburðarásin er sögð í níu löngum einnar-töku köflum.

Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2017 í flokkinum ‘Un Certain Regard’.

 

BEFORE WE VANISH (Sanpo suru shinryakusha)
Geimverur taka yfir líkama íbúa lítillar Japanskrar borgar í vísindatrylli frá Kiyoshi Kurosawa.

Hinn margverðlaunaði leikstjóri Kiyoshi Kurosawa endurskapar með þessu sköpunarverki sínu geimveru-myndina sem einstaka og djúpstæða mannlega sögu af ást og þjáningu. Þrjár geimverur ferðast til Jarðarinnar í þeim tilgangi að undirbúa heildar-innrás. Eftir að hafa tekið yfir þrjá mannlega líkama, ræna gestirnir þau kjarna þess að vera mannlegur – öllum skilningi yfir hinu góða, illa, eignarhaldi, fjölskyldu og því að tilheyra – og skilja eftir sig sálfræðilega og andlega eyðileggingu.

Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2017 í flokkinum ‘Un Certain Regard’.

 

THE WORKSHOP (L’Atelier)
Franski leikstjórinn Laurent Cantet snýr aftur með frábæran spennutrylli.

Antoine skráir sig eitt sumarið í vinnustofu í skapandi skrifum ásamt öðru ungu fólki sem hefur verið sérstaklega valið til þess að skrifa spennutrylli undir leiðsögn Olivia sem er frægur rithöfundur. Þemað í sögunni á að vera fortíð iðnaðarbæjarins sem þau eru stödd í með einhvers konar nostalgíu ívafi sem kveikir ekki á áhuga Antoine. Hann lendir fljótt í andstöðu við hópinn og Olivia sem er farin að hafa miklar áhyggjur af ofbeldisfullri hegðun Antoine.

Myndin fékk góðar viðtökur og var sýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes í flokknum ‘Un Certain Regard’.

 

A GENTLE CREATURE (Krotkaya)
Grimmilega raunsæ mynd sem tekur kvenhetjuna í pílagrímsferð út í hinn gríðarstóra og órekjanlega frumskóg sem þjóðarþjáningin er.

Í smábæ í Rússlandi býr kona. Einn daginn fær hún endursendan pakka sem hún hafði sent eiginmanni sínum; sem afplánar lífstíðar fangelsisdóm. Reið og ringluð ætlar hún sér að komast að því af hverju pakkinn var endursendur til hennar. Heillandi og töfrandi stökk inn í rýrt borgaralegt samfélag Rússlands, þar sem kona sem leitar að sannleikanum mætir niðurlægingu og misbeitingu.

Myndin keppti um Palme d’Or í aðalkeppni Cannes kvikmyndahátíðarinnar árið 2017.

 

Áður hefur verið tilkynnt um eftirtaldar myndir:
Loveless, Communion, The golden dawn girls og What will people say?, og mun leikstjóri síðastnefndu myndarinnar Iram Haq mæta á hátíðina og vera m.a. með Q&A sýningu á mynd sinni.

Fyrsti hátíðargesturinn tilkynntur ásamt fjórum myndum!

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival tilkynnir fyrstu kvikmyndir og gesti hátíðarinnar 2018!

Meðal kvikmynda sem verða sýndar á hátíðinni er Loveless en henni er líst sem sjónrænu meistaraverki leikstjórans Andrey Zvyaginstev, sem einnig gerði myndina Leviathan. Myndin Loveless vann dómaraverðlaunin í Cannes, er framlag Rússa til Ókarsverðlaunanna og var tilnefnd til Golden Globe sem besta erlenda myndin.

Leikstjórinn Iram Haq kemur í annað sinn á hátíðina, nú með nýjustu kvikmynd sína What will people say? sem var nýlega frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin er tilnefnd til Drekaverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og keppir þar um stærstu kvikmyndaverlaun heims. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, I am yours, var einnig frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto árið 2013 og var framlag Noregs til Óskarsverðlauna. Sú mynd hefur unnið til fjölda verðlauna á hátíðum víða um heim.

Hér má sjá samantekt á þeim kvikmyndum sem eru nú tilkynntar á hátíðina;

Loveless (Nelyubov)
Rússneskt meistaraverk um baráttu ástlausrar fjölskyldu.

Zhenya og Boris ganga í gegnum grimmilegan skilnað sem einkennist af bræði, vonsku og gagnkvæmum ásökunum. Þau þrá að halda áfram með lífið og hafa bæði kynnst nýjum lífsförunautum. Þeim liggur á að byrja upp á nýtt og snúa við blaðinu jafnvel þótt það feli í sér að yfirgefa tólf ára son sinn Alexey. En eftir að verða vitni af rifrildi foreldra sinna, hverfur Alyosha…

 

What will people say? (Hva vil folk si)
Hjartnæm og grípandi mynd um samband föður og dóttur í tveimur ólíkum menningarheimum.

Hin sextán ára Nisha á sér tvö aðskilin líf. Heimavið er hún hin fullkomna pakistanska dóttir en með vinum sínum er hún venjulegur norskur unglingur. Þegar faðir hennar kemur að henni og kærastanum í rúminu skella þessir tveir heimar harkalega saman í einn. Til að sýna fordæmi ákveða foreldrar Nishu að ræna henni og koma henni fyrir hjá skyldmennum í Pakistan en þar, í alls ókunnugu landi, neyðist Nisha til að laga sig að menningu foreldra sinna.

Iram Haq, leikstjóri myndarinnar er gestur hátíðarinnar í annað sinn en hún var einnig gestur hátíðarinnar árið 2016. Iram byggir á eigin reynslu við kvikmmyndagerð og nýjasta mynd hennar ekki undanskilin. Iram er sjálf norsk-pakistönsk og þekkir því vel til þeirrar menningarlegu togstreitu sem á sér stað milli þessara tveggja ólíku menningarheima.

 

Communion (Komunia) – Heimildamynd
Hvers á Ola að gjalda? Hvað á unglingsstúlka sem á foreldra sem hafa glatað allri ábyrgðarkennd að gera? Lifandi og sannfærandi heimildamynd eftir pólsku leikstýruna Önnu Zamecka.

Communion er heimildamynd sem sýnir fram á ljósið í myrkrinu, styrk þeirra veiku og þörfina á breytingu þegar öll von er úti. Þó svo að útlitið sé svart er alltaf smá vonarglæta. Ola er fjórtán ára og hefur of mörgum örmum að hneppa. Hún sér um föður sinn Marek og einhverfan bróður sinn Nikode. Hún eldar, þrífur og sér til þess að feðgarnir mæti á réttum tíma í dagsins önn. Áhorfandinn fær að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig Ola þarf að standast áskorarnir sem blasa við henni á meðan móðir hennar virðist búa á öðru heimili með nýfætt barn sitt en ekki er víst hvort það sé von á henni til baka.

 

The golden dawn girls – Heimildamynd
“Hvað er eiginlega að gerast í Grikklandi?” er spurning sem leikstjórinn Håvard Bustnes veltir fyrir sér í nýjustu heimildamynd sinni The Golden Dawn Girls.

Grikkland er betur þekkt fyrir fallegar sólarstrendur og vingjarnlegt fólk frekar en öfga hægrisinnaða stjórnmálastefnu sem líkja má við nasisma. Margir meðlimir hægrisinnaða flokksins Gullin dögun sitja nú þegar bakvið lás og slá en það aftrar ekki eiginkonum, mæðrum og dætrum þeirra að segja frá sinni skoðun og halda formerkjum flokksins á lofti. Í þessari heimildamynd fáum við að sjá aðra hlið á þessari pólitísku stefnu þar sem konurnar láta ekkert eftir, segja sína skoðun en vilja oft stoppa upptöku til að ganga úr skugga um að þær komi boðskapnum rétt frá þá fær áhorfandinn í raun að sjá hvað fer fram “off camera” þar sem leikstjórinn slekkur ekki á upptökunni.

Starfsnemar og sjálfboðaliðar óskast!

volunteers_internsStockfish kvikmyndahátíðin, sem fram fer dagana 1. til 11. mars n.k. óskar eftir sjálfboðaliðum og starfsnemum.

Starfsnemar óskast sem fyrst til að aðstoða við ýmis verkefni tengdum undirbúningi hátíðarinnar og veitir góða innsýn inn í framleiðsluferli alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar.

Umsóknir og nánari upplýsingar sendist á stockfish@stockfishfestival.is – Subject: Intern

Sjálfboðaliðar aðstoða við fjölda verkefna á meðan hátíð stendur. Framlag sjálfboðaliða skiptir gríðarlega miklu máli og skapa þeir oftar en ekki þá líflegu stemmningu sem myndast á ávallt á hátíðinni.

Umsóknir og nánari upplýsingar sendist á stockfish@stockfishfestival.is – Subject: Volunteer

Midpoint at Stockfish!

It’s our pleasure to announce the open call for MIDPOINT Intensive Iceland 2018, which will take place March 10-11 during the Stockfish Film Festival in Reykjavík. Thanks to a new collaboration with the Icelandic Film Centre, Icelandic film professionals will be invited to develop their feature film projects with international tutoring.

This is the third time that MIDPOINT and the Stockfish Film Festival invite Icelandic film professionals and emerging filmmakers to this intensive workshop for feature films in early stages of development. The workshop is intended for writers, directors and producers who are working on their 1st or 2nd features.

During an intensive 2-day workshop, 4 selected teams will develop their scripts and projects, both relying on group feedback and on one-to-one consulting with the tutor.

The tutor for the workshop will once again be Pavel Jech. In addition to being MIDPOINT’s artistic director, Pavel is a professor at Chapman University in California, the former dean of FAMU, and an active screenwriter, instructor of screenwriting and expert mentor for the Sundance Lab and Berlinale Talents.

We welcome the support of the Icelandic Film Centre – as well as that of the Stockfish Film Festival and Bio Paradis, Reykjavík’s art-house cinema – and their commitment to securing script and project development at international level for their local film industry.

The project fee for participation is 100,00 EUR.

The deadline for applications is February 9, 2018 – APPLY NOW

In accordance with Iceland’s Film Agreement, which establishes the industry’s current policies and priorities, projects with women in key creative positions and those aimed at the children and youth markets are especially encouraged to apply.

If you have any further questions about this workshop or how to apply, please write to midpointiceland@gmail.com

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn

Stockfish Film Festival óskar eftir Sprettfiskum!

Veglegustu kvikmyndaverðlaun landsins í boði KUKL!

Stockfish óskar eftir stuttmyndum til að keppa um Sprettfiskinn í stuttmyndakeppni hátíðarinnar sem haldin verður í Bíó Paradís dagana 1. – 11. mars 2018.

Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum búnaði fyrir næsta verkefni.

Árið 2017 vann myndin C-vítamín í leikstjórn Guðnýjar Rósar Þórhallsdóttur en árið 2016 var það myndin Like it’s up to you í leikstjórn Brynhildar Þórarinsdóttur. Myndirnar sex sem valdar eru í Sprettfiskinn ár hvert fara svo á ferðalag um Norður Ameríku og Kanada með Taste of Iceland ári síðar sem fulltrúar íslenskrar kvikmyndagerðar. Nokkrar þeirra mynda sem voru valdar í fyrra voru einnig sýndar á Zubroffka stuttmyndahátíðinni í Póllandi sem var samvinnuverkefni hátíðanna.

Stuttmyndirnar mega vera að hámarki 30 mínútur og ekki eldri en ársgamlar. Hátíðin gerir þá kröfu að myndirnar hafi ekki verið sýndar opinberlega á Íslandi. Aðeins íslenskar stuttmyndir koma til greina, eða myndir sem skarta íslenskum leikstjórum eða framleiðendum.

Umsóknir skulu senda á stockfish@stockfishfestival.is með meðfylgjandi upplýsingum:

Nafn myndar (ef hún ber ekki enskt heiti þarf það að fylgja með)

Nafn leikstjóra

Nafn framleiðanda

Lengd myndar

Stutt synopsis (á ensku og íslensku)

Útgáfudagsetning

Hlekkur á myndina ásamt lykilorði ef þarf

Tengiliðaupplýsingar

We are having problems with our homepage.

Góð aðsókn á Stockfish

Á sjöunda þúsund manns sóttu Stockfish-evrópska kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem lauk um helgina. Hátíðin heppnaðist afar vel og er gestum þakkaðar frábærar viðtökur. Bíó Paradís iðaði af lífi þá tíu daga sem Stockfish hátíðin stóð yfir.

Fjöldi erlendra gesta sóttu hátíðina heim, bæði úr alþjóðlegu kvikmyndaumhverfi og blaðamenn. Á meðal þeirra voru hinn íslenski Sverrir Guðnason, leikari og Jens Östberg leikstjóri Flugnagarðsins / Blowfly Park, Óskarsleikstjórinn Rachid Bouchareb og leikkonan, Brenda Blethyn. Einnig komu til landsins norsku leikstjórarnir Unni Straume, Bent Hamer,  Eskil Vogt auk Pavel Jech skólameistara hins þekkta FAMU skóla í Tékklandi og Christine Vachon, framleiðanda. Sigurður Sverrir Pálsson, kvikmyndatökumaður var sérstaklega heiðraður á hátíðinni en enginn íslenskur myndatökumaður hefur tekið upp jafn margar bíómyndir og hann, eða alls fimmtán talsins. Auk þeirra voru fjöldamargir fleiri gestir bæði viðstaddir viðburði og sýningar hátíðarinnar.

Sprettfiskurinn 2015, stuttmyndaverðlaun hátíðarinnar fóru til Foxes sem framleidd er af Evu Sigurðardóttur og Askja Films en leikstýrt af Mikel Gurrea. Stuttmyndin fjallar um ungan fasteignarsala sem á rigningarsömu kvöldi í London þarf að sjá um tíu ára son á meðan hann er að reyna að ljúka stórri sölu. Feðgarnir Malcolm og Aron eiga í erfiðum samskiptum en á meðan á þessu gengur eltir dularfullur refur þá um. Í umsögn dómnefndar segir að Foxes sé heilsteypt og einlægt verk sem á erindi við nútímann. „Næmni höfundar fyrir persónusköpun er áþreifanleg, um leið og leikstjórn er sannfærandi og örugg. Í einfaldri sögu er dregin upp mynd af raunveruleika sem ófáir munu kannast við“.

Sex fagfélög í kvikmyndagerð standa að Stockfish – evrópskri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þau eru:  SÍK- Samband Íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SKL – Samtök kvikmyndaleikstjóra, FK – Félag kvikmyndagerðarmanna, FÍL – Félag Íslenskra leikara, WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi og FLH – Félag leikskálda og handritshöfunda og skipa fulltrúar þessara félaga stjórn hátíðarinnar. Meðal samstarfsaðila eru Reykjavíkurborg og Evrópustofa.

Fjórar kvikmyndir Stockfish halda áfram í almennum sýningum í Bíó Paradís, hin argentínska Wild Tales sem var leikstýrt af Damián Szifrón og framleidd af Pedro Almodovar. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Einnig verður áfram sýnd kvikmyndin sem vann áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, What We Do in the Shadows en hún var grínmynd ársins að mati Peter Bradshaw hjá The Guardian. Aðrar myndir sem fara í almennar sýningar eru The Trip to Italy og Blowfly Park með Sverri Guðnasyni í aðalhlutverki, en hann var gestur hátíðarinnar ásamt leikstjóranum Jens Östberg. Flugnagarðurinn – Blowfly Park mun fara inn í verkefnið Stockfish -eEópsk kvikmyndahátíð á hjólum sem verður sett af stað á næstu vikum.

Sigurvegari Sprettfisks tilkynntur

Úrslit Sprettfisks, stuttmyndakeppni Stockfish, voru tilkynnt við glæsilega lokaathöfn hátíðarinnar í gærkvöldi. Valið var erfitt hjá dómnefndinni og mikið deilt en þau komust að lokaniðurstöðu á endanum og var myndin FOXES fyrir valinu. FOXES var leikstýrt af Mikel Gurrea og framleidd af Evu Sigurðardóttur og fyrirtæki hennar Askja Films. Við óskum Evu, Mikel og Askja Films innilega til hamingju með sigurinn!

Umsögn dómnefndar um myndina er svohljóðandi:

FOXES
“Heilsteypt og einlægt verk sem á erindi við nútímann.
Næmni höfundar fyrir persónusköpun er áþreifanleg, um leið
og leikstjórn er sannfærandi og örugg.
Í einfaldri sögu er dregin upp mynd af raunveruleika sem
ófáir munu kannast við.”

Foxes10

Úr myndinni FOXES.

 

Dagskrá Sunnudagsins og aðrar tilkynningar

Dagskrá sunnudagsins hefur núna verið sett í stein. Á dagskránni voru nokkur “tilkynnt síðar” pláss laus á sunnudagskvöldinu fyrir myndir sem hafa hlotið sérstaklega miklar vinsældar eða umtal og núna er komið í ljós hvaða myndir þetta eru. Dagskráin á sunnudagskvöldið lítur því svona út fyrir þessu áður lausu pláss:

Blind Kl. 20:00 í sal 1

A Girl Walks Home Alone at Night kl. 20:00 í sal 3

What We do in the Shadows kl. 22:00 í sal 1

Two Men in Town kl. 22:30 í sal 2

In the Basement kl. 22:00 í sal 3

Einnig viljum við benda á að því miður verður myndin Tangerines ekki sýnd í sal 2 í kvöld kl. 22:30 heldur munum við í staðinn sýna myndina In the Basement. Ástæðan fyrir því að öllum sýningum á hátíðinni af Tangerines var aflýst er sú að eintak myndarinnar týndist á leiðinni til landsins og fannst ekki aftur nógu snemma til að skila sér í tæka tíð fyrir sýningarnar. Við biðjumst auðvitað velvirðingar á þessu og munum bæta upp fyrir þetta með því að hafa aukasýningar á henni eftir hátíð. Allir sem eiga hátíðarpassa eða klippikort geta framvísað því til að fá miða á þessar sýningar en við munum tilkynna ykkur nánar um þær þegar nær dregur.

Stockfish og Eye on Films í samvinnu

Tvær af myndum Stockfish kvikmyndahátíðarinnar eru sýndar í samstarfi við dreifingarfyrirtækið Eye on Films sem sérhæfir sig í að koma efnilegum kvikmyndagerðarmönnum á framfæri og dreifir einungis fyrstu eða öðrum myndum leikstjóra.

Stockfish kynnir með stolti myndirnar The Man in the Orange Jacket frá Lettlandi og Field of Dogs frá Póllandi sem báðum er dreift af Eye on Films. Auk þess að sýna myndirnar munu fulltrúar beggja mynda vera á svæðinu, Aik Karapetian leikstjóri The Man in the Orange Jacket og Michal Tatarek, aðalleikari Field of Dogs. Karapetian mun vera viðstaddur tvær Spurt og svarað sýningar fyrir mynd sína, föstudaginn 27. febrúar kl. 20:30 og laugardaginn 28. febrúar kl. 20:00 og mun Tatarek vera viðstaddur eina Spurt og svarað sýningu fyrir Field of Dogs, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20:30.

Ókeypis mánudagur hjá Stockfish!

Í dag, mánudaginn 23. febrúar, er frítt í bíó á allar myndir sem sýndar eru á Stockfish. Komið í bíó og njótið frábærra mynda hjá Stockfish!

Þessi ókeypis mánudagur er í boði Evrópustofu, eins helsta styrktaraðila Stockfish – Evrópskar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Besta bíómynd íslenskrar kvikmyndasögu

Fyrirsögnin hér að ofan er fengin að láni úr fyrirsögn bíódóms Fréttablaðsins um Vonarstræti á síðasta ári. Við hjá Stockfish verðum með gagnrýnendamálþing í hádeginu næstkomandi þriðjudag og fannst því tilvalið að hita upp fyrir málþingið með því að spyrja nokkra valinkunna kvikmyndaspekúlanta um hvaða mynd þeim þætti sú besta í íslenskri kvikmyndasögu. Við þessari spurningu er vitaskuld ekkert rétt svar – enda voru svörin sem bárust mjög mismunandi. En það er umræðan sem spurningin kann að leiða af sér sem skiptir kannski meira máli – lifandi umræða um bíómyndir sem er jú eitt af því sem gagnrýni gengur út á.

Það þarf líka að spyrja þessarar spurningar aftur og aftur, enda breytast skoðanir og sífellt bætast við nýjar bíómyndir. Einmitt þess vegna þá skorum við á gesti Stockfish að láta okkur vita hvaða mynd þeim finnst besta mynd íslenskrar kvikmyndasögu, með örstuttum rökstuðningi – þið getið skrifað á Facebook-síðuna okkar eða sent okkur póst á info@stockfishfestival.is og við birtum niðurstöðurnar eftir helgi.

Tvær myndir fengu þó meiri stuðning en aðrar, ein með þrjú atkvæði og önnur með tvö – en alls nefndu þessir tólf bíóspekúlantar níu mismunandi myndir – sú elsta var meira en hálfrar aldar gömul en sú yngsta frá aldarbyrjun. Og hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar:

Börn náttúrunnar

Children_of_Nature_Still5

„Íslensk kvikmyndagerð var ekki söm eftir og gætir áhrifa hennar enn. Bestu myndir þessa áratugar, Eldfjall og Á annan veg, sækja til að mynda báðar markvisst í brunn hennar — en með ólíkum hætti.“

Björn Ægir Norðfjörð, kvikmyndafræðingur

Börn náttúrunnar er ekki gallalaus mynd en galdur hennar er miklu stærri en gallarnir og hefur ekki verið toppaður, hvorki fyrr né síðar. Hún fangar einhvern kjarna þess að vera Íslendingur, kjarna sem virðist vera að molna upp en er varðveittur í þessari bíómynd.“

Árni Þórarinsson, rithöfundur og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi

Börn náttúrunnar hefur ekki enn verið toppuð. Tokyo Story Íslands. Þrátt fyrir að Friðrik Þór nái ekki sömu hæðum og Ozu fjallar hann á svipaðan hátt um óumflýjanlega sorg lífsins á næman og áhrifaríkan hátt. Sú íslenska mynd sem kemst næst því að standa jafnfætis því besta úr evrópskum kvikmyndum.“

Jóhann Helgi Heiðdal, heimspekingur og bíórýnir á Starafugli

Sódóma Reykjavík

Remote_Control_Still1

„Það er nánast ómögulegt að velja bestu íslensku bíómyndina. Börn náttúrunnar, Vonarstræti, Englar alheimsins og Málmhaus koma allar upp í hugann. En Sódóma Reykjavík stendur einhvern veginn alltaf upp úr. Það virðist eitthvað hafa gerst á tökustað, það er eins og allt hafi smolllið. Myndin gengur fullkomlega upp. Stórkostlegt handrit, ógleymanlegir karakterar og frábær tónlist. Svona mynd verður aldrei gerð aftur. 10 af 10 mögulegum.“

Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV

„Mér finnst Sódóma Reykjavík vera besta íslenska bíómyndin einfaldlega því hún er langskemmtilegasta íslenska mynd sem ég hef séð og því mér finnst hún takast meira og minna fullkomnlega að gera það sem hún ætlar sér. Hún er fyndin og sniðug og frumleg og eftirminnileg, með litríkum og lifandi persónum. Leikstjórinn Óskar Jónasson leikur sér skemmtilega með formið og blandar Hollywood klisjum við íslenskt umhverfi á mjög snjallan hátt. Myndin er líka flott tekin og klippt og full af frábærri tónlist En umfram allt er hún stútfull af ívitnanlegum setningum og situr því í manni lengi eftir á. Sódóma Reykjavík er mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur, er það ekki eðli góðra mynda?“

Atli Sigurjónsson, kvikmyndagagnrýnandi hjá Klapptré.

79 af stöðinni

1-79-gogo- 79afStodinni

„Andrúmsloftið í myndinni er það sem situr eftir í mér, drungi og fegurð á sama tíma og svo auðvitað dásamlegir leikarar og frábært tónlist og svo er myndin góð heimild um eftirstríðsárin.“

Dögg Mósesdóttir kvikmyndaleikstjóri og formaður WIFT (Konur í kvikmyndum og sjónvarpi)

Með allt á hreinu

On_Top_still2

„Það er af mörgum góðum myndum að taka og í raun ómögulegt að nefna bestu myndina.

Margar koma upp í hugann, t.d. Börn náttúrunnar, Nói albínói, Sódóma Reykjavík, Englar alheimsins ….. en sú sem mér datt fyrst í hug og er líklega sérdeilis ófrumlegt val hjá mér, er Með allt á hreinu. Hún eykur vellíðan, húmorinn er dásamlegur, tónlistin frábær og lagatextarnir magnaðir. „Fram þær reiddu hálfmána og kex og astraltertur sex“ o.s.frv.

Mynd sem ég get alltaf horft á, leiðist aldrei og syng með í öllum lögum. Og ekki má gleyma Grýlunum, tvær eðalhljómsveitir mætast þarna, Stuðmenn og Grýlurnar/Gærurnar og blandan er fullkomin. Frasarnir koma á færibandi og þannig mætti áfram telja.

Þannig að ég segi Með allt á hreinu og hananú!“

Helgi Snær Sigurðsson, menningarblaðamaður og kvikmyndarýnir á Morgunblaðinu

Benjamín dúfa

BenjaminDove4

„Ég er sannfærð um að við höfum ekki séð bestu íslensku kvikmyndina ennþá, kvikmyndasagan okkar verður sterkari með hverju árinu sem líður. Til að nefna eina mynd sem skarar framúr ákvað ég þó að útiloka kvikmyndir frá síðasta áratug, maður veit aldrei hvernig bíómyndir eldast. Sú sem varð fyrir valinu er mynd Gísla Snæs Erlingssonar, Benjamín dúfa, sem gerð er eftir bók Friðriks Erlingssonar. Ljúfsár og falleg mynd sem hefur allt til að bera sem prýðir bestu bíómyndirnar, sterkt handrit, góðan leik, fantafína myndatöku og frábæra tónlist. Allt myndar þetta þétta stemmingu, kvikmyndir eru svo mikið púsluspil og hér virkar heildarmyndin. Fyrst og fremst er galdurinn þó sá að hún snertir mann djúpt og eftir að maður hefur einu sinni séð Benjamín dúfu gleymir maður henni aldrei. Þær myndir sem ég hefði líka viljað nefna eru Nói albínói og Börn náttúrunnar.“

Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndablaðamaður á Djöflaeyjunni

Mávahlátur

The_Seagulls_Laughter_Still2

„Mjög vel heppnuð aðlögun á skáldsögu; gamansöm glæpasaga, stormasöm ástarsaga og eftirminnileg þroskasaga. Séríslenskt period-drama sem er sjarmerandi afmarkað í tíma og rúmi og skartar mjög eftirminnilegum persónum. Mjög vel unnin tæknilega, jafnt í tökum, eftirvinnslu og sjónrænum umbúnaði. Leikurinn er enn fremur framúrskarandi og leikstjórn sömuleiðis.“

Hjördís Stefánsdóttir, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi á Morgunblaðinu

101 ReykjavíkHamLifandiDauðir

101 Reykjavík / Ham  lifandi dauðir

“Að mínu mati er 101 Reykjavík besta íslenska kvikmyndin. Handritið er frábært, leikstjórn og klipping fáguð og fumlaus. Tónlistin undirstrikar ögrandi og skoplega undirtóna myndarinnar og sviðsmyndin er flott. Leikstíllinn er afslappaður en með slagkraft, og leikararnir hrista allir af sér Þjóðleikhússtílinn í samleiknum við Victoriu Abril. Í flokki heimildarmynda er Ham – lifandi dauðir í uppáhaldi, sígild eins og bandið sjálft.”

Heiða Jóhannsdóttir, aðjunkt í kvikmyndafræði við HÍ

Englar alheimsins

Englar alheimsins

Englar alheimsins er að mínu mati besta íslenska kvikmyndin. Hún er vel leikin og leikstýrð, og það er ávallt stutt milli hláturs og gráturs í henni. Senan þar sem hestarnir hlaupa í fjöru og sá skjótti fellur niður er mér mjög minnistæð og rétt eins og í bókinni, leggur senan línuna fyrir það sem koma skal. Það er aðeins 15 ár síðan myndin var frumsýnd, en ég held að hún komi til með að skora hátt á listum yfir bestu íslensku kvikmyndirnar um ókomna tíð enda mögnuð saga Einars Más, sem Friðriki Þór tókst listalega vel að koma til skila á hvíta tjaldinu.“

Brynja Dögg Friðriksdóttir, heimildamyndaleikstjóri og kynningarfulltrúi Reykjavík Shorts & Docs

Rokland

Rokland

„Rokland er ekki endilega fyrsta hrunmyndin en hún gæti vel verið sú besta, nokkuð sem kom mér örlítið á óvart því myndin hafði farið fyrir ofan garð og neðan hjá bæði gagnrýnendum og áhorfendum. Það sem hins vegar blasir við þegar byrjað er að horfa er lifandi, fumlaus og flæðandi frásagnarheimur – og að auki er hin hefðbundna flóra handskolslegra og óþarfa glappaskota heldur er allt bara, ja, allt hefur sinn flotta takt. Þá sýnir Laddi stórleik, Steinn Ármann er brilljant (og hann er í myndinni í þrjár mínútur), Ólafur Darri er ótrúlegur, og handritið er þétt, birtingarmyndin af landsbyggðarplássinu er laus við kynlega kvisti, þetta er grámyglulegt og ömurlegt og allt undir hælnum á einhverjum nútíma goða sem á kvóta eða banka, og fornbókmenntaarfurinn hefur ekki verið notaður svona skemmtilega áður í íslenskri kvikmynd (ég er að vísu ekki viss um að hann hafi nokkurn tíma verið notaður skemmtilega, nema þegar Friðrik Þór kvikmyndaði söguna um það þegar Njáll var brenndur). Það er hvorki farsæll né ljóðrænn endir, allir eru samanvöðlaðar andlegar vandamálahrúgur, og ekki á fyndinn hátt, nokkuð sem mér finnst afar ferskt og skemmtilegt að sjá í samhengi við harðahlaupin sem svo margir í bransanum eru og hafa verið á undan óþægilegum og truflandi hliðum mannlífsins. Háð og gagnrýni skáldaðra kvikmyndaverka í útrásinni reis til dæmis lang hæst í sjónvarpsþáttum þar sem Keflavíkugöngugarpur, auðvaldshatari (kommi sum sé) með fimm háskólagráður, hvers fyrirheitna land var Svíðþjóð, var sýnt hvar Davíð keypti ölið. Eins og allir vita var þessi persónugerð/hugmyndafræði mjög aktúell og virk félagsleg stærð á Íslandi árið 2007. Rokland hittir hins vegar í mark með svo margt, Hallgrími Helgasyni vissulega að þakka að miklu leyti, en aðlögunin nær að draga það besta úr bókinni, skapa sjálfstæða heild, og er besta íslenska mynd sem ég man eftir.“

Björn Þór Vilhjálmsson, greinarformaður kvikmyndafræði og bókmenntagagnrýnandi í Víðsjá

Þrír norskir Leikstjórar mæta á Stockfish

Þrír norskir leikstjórar verða gestir Stockfish og hafa myndir þeirra hlotið mikið lof og viðurkenningar á kvikmyndahátíðunum á borð við Cannes, Sundance og Berlín. Þetta eru þau Bent Hamer, einn þekktasti leikstjóri Norðmanna sem kemur með kvikmyndina 1001 Grams, framlag Noregs til Óskarsverðlaunanna í ár, Eskil Vogt sem kemur með kvikmyndina Blind sem víða hefur hlotið mikið lof og að lokum Unni Straume með heimildarmyndina REMAKE.me sem fjallar um lífshlaup kvikmyndagerðarkonu og hvernig hún finnur nýjar og óvæntar sögur á mærunum á milli raunveruleikans og ímynunarinnar.

Bent og Eskil verða viðstaddir setningu Stockfish næstkomandi fimmtudag 19. febrúar og verða myndir þeirra sýndar 20., 21. og 24. febrúar. Unni verður viðstödd síðari hluta hátíðarinnar.

Bent_HamerBent Hamer og 1001 Grams
Spurt og svarað  (Q&A) sýningar með leikstjóranum Bent Hamer verða föstudaginn 20. febrúar kl. 18 og laugardaginn 21. febrúar kl. 15:45. Ragnar Bragason, leikstjóri, mun stjórna umræðum eftir sýningar.

 

 

Eskil_VogtEskil Vogt og Blind
Spurt og svarað sýningar með leikstjóranum Eskil Vogt verður föstudaginn 20. febrúar kl. 18 og laugardaginn 21. febrúar kl. 18:00. Hrönn Sveinsdóttir, stjórnandi Bíó Paradís, mun stjórna umræðum eftir sýningar.

 

 

 

Unni Straume okt 2013Unni Straume og REMAKE.me
Spurt og svarað sýningar með leikstýrunni Unni Straume verða fimmtudaginn 26. febrúar kl. 18 og föstudaginn 27. febrúar kl. 18.

Sigurður Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður heiðraður á Stockfish

Einn af heiðursgestum Stockfish er enginn annar en kvikmyndatökumaðurinn Sigurður Sverrir Pálsson. Stockfish mun á hverri hátíð heiðra einn íslenska kvikmyndagerðarmanninum í flokkinum Bíóklassík og Sigurður Sverrir ríður á vaðið.

Sigurður Sverrir mun ræða verk sín og sitja fyrir svörum eftir sýningu þriggja mynda sem hann filmaði. Myndirnar eru Land og synir (1980), Tár úr steini (1995) og Kaldaljós (2004). Umræðum stýrir Ásgrímur Sverrisson.

Sigurður Sverrir nam heimspeki við Háskóla Íslands og síðan kvikmyndagerð með sérstaka áherslu á kvikmyndatöku í London School of Film Technique, þar sem hann útskrifaðist 1969. Hann réðst síðan til Sjónvarpsins og starfaði þar um árabil sem myndatökumaður, klippari og upptökustjóri. Auk þess skrifaði hann í mörg ár um kvikmyndir fyrir Morgunblaðið.

Árið 1977 stofnaði hann kvikmyndafélagið Lifandi myndir ásamt félögum sínum Erlendi Sveinssyni og Þórarni Guðnasyni. Saman hafa þeir unnið fjölda stórra heimildamynda og má þar meðal annars nefna Verstöðina Ísland, Silfur hafsins, Lífið er saltfiskur og Íslands þúsund ár, en allar þessar myndir fjalla á einn eða annan hátt um sögu sjávarútvegs á Íslandi. Einnig gerðu þeir saman Drauminn um veginn, heimildamyndabálk í fimm hlutum þar sem Thor Vilhjálmssyni er fylgt eftir um Jakobsveginn svokallaða á Spáni.

Enginn íslenskur myndatökumaður hefur skotið jafn margar bíómyndir og Sigurður Sverrir, eða alls fimmtán talsins. Meðal annarra mynda hans eru Punktur, punktur komma strik, Útlaginn, Eins og skepnan deyr, Sódóma Reykjavík, Benjamín dúfa og Ikingút.

Sigurður Sverrir hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir störf sín, bæði heima og erlendis, meðal annars Edduverðlaunin 2004 fyrir kvikmyndatöku á Kaldaljósi.

Sprettfiskur 2015 – úrslit

Fimm myndir keppa til úrslita í stuttmyndakeppni Stockfish og mun sigurmyndin hljóta Sprettfiskinn 2015.

Stuttmyndirnar fimm eru:

Herdísarvík. Leikstjóri: Sigurður Kjartan. Framleiðandi: Sara Nassim.
Gone. Leiktjórar og framleiðendur: Vera Sölvadóttir og Helena Jónsdóttir.
Happy Endings. Leikstjóri: Hannes Þór Arason. Framleiðandi: Andrew Korogyi.
Foxes. Leikstóri: Mikel Gurrea. Framleiðandi Eva Sigurðardóttir.
Substitute. Leikstjóri: Nathan Hughes-Berry. Framleiðandi Eva Sigurðardóttir og Madeleine Sims-Fewer.

Í dómnefnd sitja Ísold Uggadóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir og Árni Óli Ásgeirsson.

Sprettfiskur 2015 er unnin í samstarfi við Canon og Nýherja sem leggja til glæsileg verðlaun; EOS 70D myndavél að verðmæti kr. 189.900.

Brenda Blethyn Mætir á Stockfish

Brenda_BlethynLeikkonan Brenda Blethyn verður meðal gesta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Stockfish European Film Festival.

Blethyn vakti fyrst verulega athygli þegar hún fékk óskarstilnefningu sem besta leikkona fyrir myndina Secrets & Lies árið 1996. Tveimur árum síðar var hún svo tilnefnd sem besta aukaleikkona fyrir myndina Little Voice.

Tvær af myndum Rachid Boucharebs, heiðursgests hátíðarinnar, eiga það sameiginlegt að Brenda Blethyn leikur aðalkvenhlutverkið í báðum.

Samstarf hennar og Bouchareb hófst með myndinni London River, þar sem hún leikur konu sem leitar í örvæntingu að týndri dóttur sinni í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Lundúnum sumarið 2005. En á meðan á leitinni stendur vingast hún við múslima frá Afríku sem er að leita að syni sínum. Bæði eiga það sameiginlegt að hafa misst sjónar af börnum sínum fyrir  hryðjuverkin og grunaði ekki einu sinni að börnin þeirra byggju saman.

Loks verður nýjasta mynd þeirra tveggja, Two Men in Town, sýnd á hátíðinni. Þar bætast í hópinn þrír stórleikarar sem sömuleiðis hafa hlotið óskarstilnefningar – þau Forest Whitaker, Ellen Burstyn og Harvey Keitel. Þar leikur Blethyn leikur Emily sem er nýflutt í smábæ í Nýju Mexíkó við landamæri Mexíkó. Hún vingast fljótlega við William (Whitaker), en hann er einn af skjólstæðingum hennar og má ekki fara út fyrir sýslumörkin. William er nýorðinn frjáls eftir langa fangelsisdvöl en þarf sannarlega að hafa fyrir því að forðast gamla glæpalífið, enda gamlir samverkamenn við hvert fótmál og lögreglustjórinn sem kom honum í fangelsi er alveg tilbúinn til þess að gera það aftur við fyrsta tækifæri.

MIDPOINT vinnustofa á Stockfish

PavelJech

Kvikmyndaskólinn FAMU í Prag í Tékklandi er með frægustu kvikmyndaskólum í Mið-Evrópu. Þaðan hafa útskrifast leikstjórar á borð við Miloš Forman, Agnieszka Holland, Emir Kusturica, Věra Chytilová, Jiří Menzel, Goran Paskaljević og Jan Hřebejk – og íslenskir kvikmyndagerðarmenn á borð við Grím Hákonarson, Börk Gunnarsson, Hauk Má Helgason, Hjálmar Einarsson og Þorgeir Þorgeirsson heitinn.

Stockfish verður í samstarfi við FAMU og meðal þess sem boðið verður upp á núna er Mini MIDPOINT vinnustofa með Pavel Jech, skólameistara FAMU. Vinnustofan verður haldin dagana 21. – 22. febrúar. Umsóknir þurfa að berast á midpointiceland@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 5. febrúar. Framleiðandi og handritshöfundur / leikstjóri með fyrstu eða aðra mynd í þróun þurfa að sækja um saman.

Nánari upplýsingar má finna hér fyrir neðan á ensku:

CALL FOR APPLICATIONS

Pavel Jech, the dean of FAMU (the Czech national film school) and the head of studies of the MIDPOINT Central European Script Center, will be conducting a two-day script development workshop during the upcoming Stockfish European Film Festival in Reykjavík, which will be held at Bíó Paradís and other locations from February 19 – March 1, 2015.

Four projects currently in development, and represented by teams of writers and producers, will be selected to participate in the workshop. The selection will be made by a committee consisting of representatives from the professional filmmakers associations in Iceland, the Icelandic Film Centre and MIDPOINT.

If you’d like to apply for the workshop, please follow the instructions below.

miniMIDPOINT Workshop in Iceland

Dates: February 21-22, 2015
Venue: Icelandic Film Centre
Tutor: Pavel Jech

WHO IS THIS WORKSHOP FOR?
Two-person teams consisting of one writer (can be a writer/director) and one producer with first or second features in development

REQUIREMENTS
A logline, a synopsis and a detailed treatment (or a completed draft of a script)
A letter of interest (why you would like to take part in the workshop)
A team of two (a writer with a producer attached)

WHAT WILL YOU DO?
The workshop will include detailed script analysis of each participating project, both in group sessions and in an in-depth individual consultation. Participants are also expected to take part in Pavel Jech’s master class on Friday, February 20, which will introduce the general methodological framework for the subsequent workshop.

APPLICATIONS
The requested documents should be sent to midpointiceland@gmail.com with the subject heading “Workshop Application” on or before Thursday, February 5, 2015. All application materials must be written in English.

ABOUT MIDPOINT
The MIDPOINT Central European Script Center was launched by FAMU Prague (the Czech national film school) as a professional script development and film dramaturgy training platform for students and film professionals.

MIDPOINT was created with the belief that script development can be enhanced by supporting writers, directors and producers to become creative partners in the process.

MIDPOINT operates year-round, organizing a variety of workshops and other services within the field of script development.

ABOUT THE TUTOR
Pavel Jech is the current dean of FAMU (the Czech national film school) and the head of studies of the MIDPOINT Central European Script Center. He is a graduate of both the Columbia University School of the Arts and FAMU. Pavel has broad teaching experience in scriptwriting and dramaturgy, both in the Czech Republic and in the US, and has worked internationally as a screenwriter and script doctor.

Margverðlaunaðar kvikmyndir á dagskrá Stockfish hátíðarinnar

PARTYGIRL6Stockfish – Evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík kynnir með stolti fyrstu fimm verðlaunakvikmyndirnar sem verða sýndar á hátíðinni – en samtals verða um þrjátíu kvikmyndir á efnisskránni.

Von er á kínverskum spennutrylli sem jafnframt er vinningsmynd kvikmyndahátíðarinnar í Berlín 2014, þrívíddarmynd eftir franska meistarann Jean-Luc Godard, raunsæislegt franskt drama um miðaldra gleðikonu sem hlaut fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014, kvikmynd um þekktan og umdeildan franskan rithöfund sem hnepptur er í ánauð og argentínska kvikmynd sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna, en hún samanstendur af sex sjálfstæðum sögum sem tengdar eru með hefndarþema.

Verðlaunakvikmyndirnar fimm eru:

Wild Tales

Kvikmyndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár sem besta erlenda myndin, en hún keppti einnig til aðalverðlauna kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2014. Hún samanstendur af sex sjálfstæðum sögum sem allar tengjast ákveðnu hefndarþema. Blekkingar í ástum, draugar fortíðar, harmleikir og ofbeldi er meðal þess sem tekið er fyrir í sögunum, sem eru í senn grátbroslegar, kaldhæðnar og svartar.

Party Girl

Myndin vann tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014. Auk þess var hún opnunarmyndin í “Un Certain Regard” flokknum á sömu hátíð. Kvikmyndin er frumraun þriggja ungra franskra leikstjóra og segir frá Angelique sem er sextugur barþjónn. Henni býðst tækifæri að snúa baki við villtu líferni þegar fastakúnni biður hana um að giftast sér.

Black Coal Thin Ice

Black Coal, Thin Ice vann Gullna Björninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2014. Sagan gerist í litlu bæjarfélagi í Norður-Kína árin 1999-2004 og fjallar um atburðarás sem fer í gang eftir að lík finnast í bænum. Hér er um að ræða spennutrylli sem er sveipaður dulúð, spennu og ástríðum. Mynd sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.

Goodbye to Language 3D

Goodbye to Language 3D er nýjasta kvikmynd meistarans Jean-Luc Godard sem kominn er á níræðisaldur. Þetta er hans fyrsta mynd í þrívídd en eins og honum einum er lagið notfærir hann sér það á hátt sem enginn hefur gert áður. Myndin vann dómnefndarverðlaunin í Cannes 2014.

The Kidnapping of Michel Houellebecq

Stórkostleg gamanmynd um ólátabelgi sem taka upp á því að ræna franska rithöfundinum Michel Houellebecq (sem leikur sjálfan sig) en hann endar á að gera þeim lífið leitt. Myndin vann handritsverðlaunin á Tribeca kvikmyndahátíðinni 2014, auk þess sem hún var tilnefnd sem besta kvikmyndin á sömu hátíð, en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2014.

 

Óskarstilnefndur leikstjóri á Stockfish

Rachid_BoucharebRachid Bouchareb verður meðal gesta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Stockfish European Film Festival, sem haldin verður í Reykjavík 19. febrúar til 1. mars.

Rachid Bouchareb er Frakki af alsírskum ættum og fjalla ófáar myndir hans með einum eða öðrum hætti um líf innflytjenda og það sögulega samhengi sem þeir spretta upp úr. Hann hefur leikstýrt níu myndum í fullri lengd og þrjár þeirra hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin –Ryk lífsins (Poussières de vie) árið 1996, Heimamenn (Indigènes) árið 2006 og loks Handan laganna (Hors-la-loi) árið 2010. Allar myndirnar voru tilnefndar fyrir hönd Alsírs og er Bouchareb eini Afríski leikstjórinn sem hefur verið tilnefndur oftar en einu sinni í þessum flokki.

Núna mætir hann á Stockfish með myndina Two Men in Town – en í henna fara Forest Whitaker, Brenda Blethyn, Harvey Keitel og Ellen Burstyn með aðalhlutverk – en þau eiga það öll sameiginlegt að hafa fengið Óskarstilnefningu og bæði Whitaker og Burstyn hafa unnið styttuna góðu.

Blethyn leikur skilorðsfulltrúann Emily sem er nýflutt í smábæ í Nýju Mexíkó við landamæri Mexíkó. Hún vingast fljótlega við William (Whitaker), en hann er einn af skjólstæðingum hennar og má ekki fara út fyrir sýslumörkin. William er nýorðinn frjáls eftir langa fangelsisdvöl en þarf sannarlega að hafa fyrir því að forðast gamla glæpalífið, enda gamlir samverkamenn við hvert fótmál og lögreglustjórinn (Keitel) sem kom honum í fangelsi er alveg tilbúinn til þess að gera það aftur við fyrsta tækifæri.

Umsóknarfrestur að renna út í Sprettfisk – Stuttmyndakeppni Stockfish

gestir í sal 1

Gaman í bíó!

 

Frestur á innsendingum í Sprettfisk – stuttmyndakeppni Stockfish er að renna út.

Í keppnina eru gjaldgengar stuttmyndir að hámarkslengd 30 mín, sem eru tilbúnar innan við 12 mánuðum fyrir Stockfish hátíðina sem haldin verður 19. febrúar – 1. mars 2015.

Frumsýningarkrafa er á innsendum myndum, en það þýðir að stuttmyndirnar mega ekki hafa verið sýndar í kvikmyndahúsum né öðrum hátíðum á Íslandi nema ef um hefur verið að ræða skólasýningar.

Til að forðast misskilning þá skal taka það fram að stuttmyndir sem áður hafa verið sýndar á erlendum kvikmyndahátíðum eða öðrum hátíðum eða kvikmyndahúsum erlendis eru gjaldgengar til að sækja um. Myndir sem koma til greina eru myndir sem gerðar eru af íslendingum. Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands eru því sérstaklega hvattir til að sækja um.

Skilafrestur er 25. janúar 2015, en sérleg valnefnd kvikmyndagerðamanna mun fara yfir allar innsendar myndir.

Fimm myndir verða valdar inn á hátíðina og ein hlýtur verðlaun – Sprettfiskur 2015. Tekið er á móti myndum á shorts@stockfishfestival.is.

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar