Gestir

Gestir Stockfish Film Festival 2018 verða tilkynntir þegar nær dregur.

Fjöldi gesta alls staðar að úr heiminum og frá mismunandi sviðum kvikmyndageirans voru gestir Sockfish 2017. Hér er hægt að sjá yfirlit yfir valda gesti.

GESTIR STOCKFISH FILM FESTIVAL 2017

ALAIN GUIRAUDIE

Alain Guiraudie

Franski leikstjórinn og handritshöfundurinn Alain Guiraudie verður heiðursgestur á hátíðinni í ár. Myndir hans fjalla yfirleitt á einn eða annan hátt um kynhneigðir, ástir og ástríður og hefur hann unnið ‘Queer Palm’ verðlaunin í Cannes. Alain og myndir hans hafa verið tilnefndar og unnið til margra verðlauna. Meðal annars fékk Alain verðlaun sem besti leikstjórinn í ‘Un Certain Regard’ flokknum á Cannes fyrir mynd sýna Stranger by the Lake (2013) og var nýjasta mynd hans Staying Vertical (2016) tilnefnd í flokknum ‘Palme d’Or’ í fyrra. Báðar þessar myndir ásamt eldri mynd hans King of Escape (2009) verða sýndar á hátíðinni. Alain mun taka á móti spurningum úr sal á Q&A sýningum myndanna.


RAJKO GRL

Rajko_GRLIC

Rajko Grlić er króatískur kvikmyndaleikstjóri. Eftir að hafa leikstýrt fjölda stuttmynda og heimildamynda þá leikstýrði hann frumraun sinni árið 1974, Hvert sem boltinn skoppar (Kud puklo da puklo). Hans næsta mynd, Bravo Maestro, var sýnd í aðalkeppninni á Cannes og síðan hefur hann leikstýrt tólf myndum í fullri lengd. Hann flutti til Bandaríkjanna í stríðinu en er núna listrænn stjórnandi Motovun kvikmyndahátíðarinnar í Króatíu. Nýjasta mynd hans, The Constitution, verður sýnd á hátíðinni ásamt tveimur öðrum mynda hans; Just Between Us og The Border PostRajko verður viðstaddur á Q&A sýningu myndanna.


ULRIKE HAAGE

ULRIKE_HAAGE_credit_Thomas_Nitz

Ulrike Haage, tónskáld, píanóleikari, hljóðlistamaður og höfundur útvarpsleikrita verður einn gesta hátíðarinnar í ár. Hún er talin einn fjölhæfasti listamaður Þýskalands í dag en hún hefur gefið út fjórar plötur frá árinu 2004 sem samtvinna allar djass, avant-garde og klassíska tónlist. Ulrike hefur einnig starfað mikið með listamönnum sem starfa með annan miðil, m.a. kvikmyndagerðarmenn. Tónlist Ulrike við heimildamyndirnar Zwiebelfische, Gold Rush, Meret Oppenheim, The Lost M ásamt nýjustu kvikmynd Doris Dörrie Fukushima, mon amour (sem verður sýnd á hátíðinni) bera öll þau einkenni að vera óljós samruni við hinu sjónræna. Eftir sýningu á Fukushima, mon amour mun í Bíó Paradís mun Ulrike halda tónleika á Græna Herberginu þar sem hún mun flytja brot úr tónlist myndarinnar ásamt nýju efni.
FRÍTT INN OG ALLIR VELKOMNIR


MÅNS MÅRLIND

mans_marlind

Svíinn Måns Mårlind er handritshöfundur og leikstjóri en auk þess að leikstýra kvikmyndum hefur hann verið afar farsæll í sjónvarpi á undanförnum árum. Hann er einn af höfundum Brúarinnar (Broen) og nú síðast Miðnætursólar (Midnight Sun). Måns mun þjófstarta hátíðinni með meistaraspjalli á opnunardegi hátíðarinnar þar sem hann mun meðal annars fara yfir feril sinn, ræða vinnuferli handritshöfundar og miðla af reynslu sinni við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð.
FRÍTT INN OG ALLIR VELKOMNIR


DAMJAN KOZOLE

damjan

Damjan Kozole er margverðlaunaður leikstjóri frá Slóveníu. Hann var valinn besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary síðasta sumar fyrir mynd sína Nightlife, sem sýnd er á hátíðinni. Kozole var rétt rúmlega tvítugur þegar hann leikstýrði frumraun sinni, Usodni telefon, um tvo unga menn að reyna að leikstýra bíómynd, en myndin er oft talin fyrsta óháða myndin sem framleidd var í gömlu Júgóslavíu. Eftir að Júgóslavíustríðunum lauk leikstýrði hann Porno Movie, þar sem aðalpersónurnar reyna að gera fyrstu slóvensku klámmyndina, og árið 2003 hlaut hann verðlaun fyrir bestu myndina á kvikmyndahátíðinni í Sarajevo. Það var fyrir myndina Varahlutir (Rezervni deli), sem fjallar um mann sem vinnur við að ferma ólöglega innflytjendur frá Króatíu og Slóveníu til Ítalíu. Loks leikstýrði hann myndinni Slovenka, um stúlku sem vinnur fyrir sér með vændi á meðan hún klárar enskunám í Ljubljana. Kozole verður viðstaddur tvær Q&A sýningar á myndinni.


REBECCA O’BRIEN

rebecca

Rebecca O’Brien er hefur starfað sem kvikmyndaframleiðandi í 20 áren hún hóf feril í kvikmyndageiranum hjá Edinburgh kvikmyndahátíðinni. Rebecca framleiðir flestar myndir leikstjórans Ken Loach, m.a. myndina I, Daniel Blake sem sýnd er á hátíðinni. Af þeim 13 myndum Ken Loach sem hafa keppt til verðlauna á Cannes framleiddi Rebecca 12 þeirra. Hún og Ken Loach eiga einnig saman framleiðslufyrirtækið Sixteen Films, sem þau stofnuðu árið 2002.
Rebecca hefur setið í stjórnum margra kvikmyndatengdum ráðum og nefndum, m.a. PACT, The UK Film Council og South West Screen. Hún er núverandi stjórnarmeðlimur hjá Film Industry Training Board, the British Screen Advisory Council og stjórn European Film Academy.
Rebecca verður viðstödd tvær Q&A sýningar á myndinni Nightlife.