Alissa Simon

Alissa Simon

Alissa Simon er Dagskrárstjóri Palm Springs International Film Festival og kvikmyndarýnir fagtímaritsins Variety, hún verður gestur hátíðarinnar þriðja árið í röð. Alissa hefur setið í mörgum dómnefndum á kvikmyndahátíðum, m.a. í Gautaborg, Cannes, Amsterdam, San Francisco, Sarajevo, Sochi, Cluj, Torino, Montreal og Vancouver. Það má í raun segja að Alissa starfi við það að vera viðstödd kvikmyndahátíðir, en aðspurð segist hún mæta á u.þ.b 12-15 hátíðir á ári. Við erum heppin að fá hana til okkar þriðja árið í röð!

Simon situr í dómnefnd Sprettfisksins í ár, stuttmyndakeppni Stockfish.

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar