Alissa Simon

Alissa Simon

Alissa Simon er Dagskrárstjóri Palm Springs International Film Festival og kvikmyndarýnir fagtímaritsins Variety, hún verður hátíðarinnar annað árið í röð. Alissa hefur setið í mörgum dómnefndum á kvikmyndahátíðum, m.a. í Gautaborg, Cannes, Amsterdam, San Francisco, Sarajevo, Sochi, Cluj, Torino, Montreal og Vancouver. Það má í raun segja að Alissa starfi við það að vera viðstödd kvikmyndahátíðir, en aðspurð segist hún mæta á u.þ.b 12-15 hátíðir á ári. Við erum heppin að fá hana til okkar annað árið í röð!

Í viðtali við Coachella Valley Weekly sagði Alisson aðspurð um mikilvægi kvikmyndahátíða:  “kvikmyndahátíðir sýna myndir sem annars kæmu jafnvel ekki til dreifingar. Þar gefst frábært tækifæri til þess að sjá kvikmyndir eins og þeim var ætlað að sjást: á hvíta tjaldinu í bestu mögulegu sýningaraðstæðum. Kvikmyndahátíðir gefa manni tækifæri á að ferðast um allan heiminn án þess að yfirgefa bæinn, til þess að upplifa nýja menningu og hugmyndafræði.” Við hjá Stockfish hefðum ekki getað orðað þetta betur!

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Lesa meira

Norræn heimildamyndaveisla!

Lesa meira

Frá Cannes til Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar