Frédéric Boyer

Frédéric Boyer

Boyer er listrænn stjórnandi Tribeca og Les Arcs og var áður stjórnandi Directors Fortnight í Cannes.

Hann er því einn af mikilvægustu mönnum í heimi kvikmyndahátíða.

Í byrjun tíunda áratugarins setti Boyer á laggirnar Videosphere, myndbandaverslun í París sem í dag telur yfir 60.000 titla, mest allt listrænar kvikmyndir.

Á tímabilinu 2003 – 2008 var hann yfirdagskrárstjóri í valnefnd Directors Fortnight. Nefndin lagði áherslu á kvikmyndir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu, Austur-Evrópu og Skandinavíu.

Á tímabilinu 2009 – 2011 var hann listrænn stjórnandi fyrir Cannes kvikmyndahátíðina en fluttist síðar til New York borgar og gegndi sömu stöðu fyrir Tribeca kvikmyndahátíð.

 

 

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar