Hera Hilmar

Hera Hilmar

Íslenska leikkonan Hera Hilmar ætti að vera flestum kunnug, en hún hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur einnig verið tilnefnd og unnið til fjölda verðlauna, hún var fyrst tilnefnd til Eddu verðlauna sem leikkona ársins árið 2007 fyrir leik sinn í Veðramót og sigraði svo í sama flokki bæði árið 2015 og 2017, fyrir Vonarstræti og Eiðurinn. Nýjasta verkefni Heru er aðalhlutverk myndarinnar Mortal Engines sem er skrifuð og framleidd af Peter Jackson, en verið er að vinna lokahönd á myndina.

Hera leikur aðalhlutverk hátíðarmyndarinnar An Ordinary Man á móti stórleikaranum Ben Kingsley. Hún verður viðstödd opnun hátíðarinnar og Q&A sýningu myndarinnar ásamt leikstjóra myndarinnar, Brad Silberling, og framleiðanda hennar Rick Dugdale.

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Lesa meira

Norræn heimildamyndaveisla!

Lesa meira

Frá Cannes til Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar