Iram Haq

Iram er heiðursgestur Stockfish, kemur með verðlaunamynd sína “What Will People Say?” á hátíðina og er þátttakandi í “Nordisk Female Filmmakers Meeting Point” á Stockfish.

Iram Haq er leikkona, höfundur og leikstjóri sem einnig var gestur hátíðarinnar árið 2016. Hún framleiddi og lék aðalhlutverkið í sinni fyrstu mynd, stuttmyndinni, LITTLE MISS EYFLAP, sem var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Sundance árið 2009. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, I AM YOURS, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto árið 2013 og var framlag Noregs til Óskarsverðlaunanna. Sú mynd hefur unnið til fjölda verðlauna á hátíðum víða um heim. 

Nýjasta mynd Iram, WHAT WILL PEOPLE SAY? (HVA VIL FOLK SI), verður sýnd á hátíðinni í ár, en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september s.l.Myndin er tilnefnd til Drekaverðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og keppir þar um stærstu kvikmyndaverlaun heims. Iram byggir mikið á eigin reynslu við kvikmmyndagerð og nýjasta mynd hennar ekki undanskilin.

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Lesa meira

Norræn heimildamyndaveisla!

Lesa meira

Frá Cannes til Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar