Jonathan Finegold

Jonathan Finegold

Jonathan Finegold er stofnandi Fine Gold Music, tónlistar útgáfu fyrirtækis. FGM er umboðsaðili margra vinsælustu Indie-merkjanna, þar á meðal Westbound (Funkadelic, Ohio Players), Fania (Willie Colon, Ray Barretto) og tónlist Anderson .Paak., Pitbull og Eminem.

Tónlist á hans vegum hefur heyrst í auglýsingum fyrir Apple iPhone, Nike, Hershey, Cadillac, Harley-Davidson og fleiri. Kvikmyndir og kvikmynda trailerar þar sem tónlist FGM hefur hljómað í eru Furious 7, Boyhood, Moneyball, The Big Short og fleiri. Af sjónvarpsþáttum má helst nefna: Narcos, Homeland, Breaking Bad, Mad Men, Orange er New Black, og margir fleiri. Finegold hefur starfað sem tónlistarleiðbeinandi fyrir ýmsar kvikmyndir og heimildarmyndir. Meðal þeirra eru Playroom, þar sem John Hawkes sem tilnefndur var til óskarsverðlauna fer með aðalhlutverkið, heimildarmyndin Pretty Old sem Sarah Jessica Parker framleiddi og Prescription Thugs sem dreifð var af Samuel Goldwyn.

Jonathan mun halda masterklassa á Stockfish hátíðinni um yfirumsjón tónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Í framhaldinu verður stutt pallborðsumræða um efnið með nokkrum fulltrúum frá innlendum aðilum á sviðinu.

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar