Gyula Gazdag

Gyula Gazdag er leikstjóri, listrænn stjórnandi Sundance Filmmakers Lab frá árinu 1997 og ráðgjafi hjá Script Station á Berlinale Talents frá árinu 2006. Hann hefur skrifað og leikstýrt fjölmörgum kvikmyndum og heimildamyndum í mörg ár, aðallega Ungverskum myndum. Margar mynda hans voru bannaðar um tíma þar í landi. Árið 2010 var hann sagður einn besti kvikmyndakennarinn í Bandaríkjunum af Daily Variety.

Gyula mun halda sérstaka vinnustofu á Íslandi í tengslum við Stockfish hátíðina dagana 10.-11. mars. Vinnustofan er ætluð handritshöfundum, leikstjórum og framleiðendum sem vinna að sinni fyrstu eða annarri kvikmynd í fullri lengd. Vinnustofan er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Bíó Paradís og Stockfish kvikmyndahátíðinni.

Louise H. Johansen kemur einnig á hátíðina með Pavel í tengslum við MIDPOINT vinnustofuna.
Louise hefur víðamikla reynslu í framleiðslu kvikmynda og dagskrárgerð kvikmyndahátíða. Louisa býr og starfar nú í Prag og sér um alþjóðleg tengsl MIDPOINT ásamt því að finna ný kvikmyndaverkefni og hæfileikaríkt kvikmyndagerðarfólk.

 

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Lesa meira

Norræn heimildamyndaveisla!

Lesa meira

Frá Cannes til Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar