Jóhann Jóhannsson sérstakur gestur hátíðarinnar

Íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson verður sérstakur gestur Stockfish hátíðarinnar árið 2016!
Jóhann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndum, en hann hlaut m.a. Golden Globe verðlaun árið 2015 fyrir tónlist sína í myndinni The Theory of Everything. Tilnefningar til annarra verðlauna hrannast inn og má þess geta að hann er bæði tilnefndur til Bafta-verðlauna og Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlist sína í myndinni Sicario.

Jóhann Jóhannsson með Golden Globe styttuna sína

Jóhann með Golden Globe styttuna sína