Communion

Sýningatímar

Dagskrá kynnt síðar

  • Tegund: Heimildamynd
  • Leikstjóri: Anna Zamecka
  • Ár: 2016
  • Lengd: 1h12min
  • Land: Pólland

Hvers á Ola að gjalda? Hvað á unglingsstúlka sem á foreldra sem hafa glatað allri ábyrgðarkennd að gera? Lifandi og sannfærandi heimildamynd eftir pólsku leikstýruna Önnu Zamecka.

Ola er fjórtán ára stúlka sem axlar of mikla ábyrgð á föður sínum og einhverfum bróður. Áhorfandinn fær einstakt tækifæri til að skyggnast bakvið tjöldin og fylgjast með þeim áskorunum sem blasa við henni. Þó svo að útlitið sé svart ..er kannski alltaf smá vonarglæta.

Upptökustjóri myndarinnar, Malgorzata Szylak, er gestur hátíðarinnar og verður viðstödd Q&A sýningu á myndinni.

Myndin hefur farið sigurför um heiminn á kvikmyndahátíðum og var m.a. valin besta Evrópska heimildarmyndin á European Film Awards.

 

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Lesa meira

Norræn heimildamyndaveisla!

Lesa meira

Frá Cannes til Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar