Eight Out of Ten

Sýningatímar

Dagskrá kynnt síðar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Sergio Umansky
  • Ár: 2018
  • Lengd: 107
  • Land: Mexikó
  • Aðalhlutverk: Noé Hernández, Daniela Schmidt, Raúl Briones

Aurelio og Citlali hittast á litlu hótelherbergi í Mexikóborg yfir myrkasta tímabil í lífi þeirra. Sonur Aurelio hefur verið myrtur og Citlali hefur flúið ofbeldisfullan barnsföður sem hún þurfti að skilja dóttur sína eftir hjá. Spillt yfirvöld í landinu hafa ítrekað brugðist þeim svo þau neyðast til að taka völdin í eigin hendur. Ást og bandalag myndast á milli þeirra og heita þau að hjálpa hvoru öðru að leita rétta sinna, hvort sem það felur í sér hefnd eða handtöku.

Þrír aðstandendur myndarinnar, leikstjóri, leikkona og framleiðandi, verða gestir Stockfish hátíðar í ár og verða því sérstakar Q&A sýningar á myndinni.

Hátíðir: Myndin vann verðlaun fyrir besta leikara og bestu leikkonu í aðalhlutverki á Guadalajara International Film Festival. Auk þess vann hún Press Award fyrir bestu myndina á sömu hátíð.

 

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar