SPOOR

Sýningatímar

Dagskrá kynnt síðar

  • Leikstjóri: Agnieszka Holland
  • Ár: 2017
  • Lengd: 2h8min
  • Land: Pólland

Spoor eftir Agnieszku Holland er ógleymanleg, glæsileg og fullkomlega undarleg saga af stétta- og kynjasamfélagi, dýraréttindum og myrkum náttúruöflum.

Janina Duszejko er eldri kona sem býr ein í Klodzko-dalnum þar sem röð dularfullra glæpa eru framdir. Duszejko er sannfærð um að hún veit hver eða hvað er morðinginn, en enginn trúir henni.

Aðalleikkona myndarinnar, Agnieszka Mandat, sem hefur verið mikið lofuð og unnið til verðlauna fyrir leik sinn í myndinni er gestur hátíðarinnar og verður viðstödd Q&A sýningu myndarinnar.

Kvikmynd er eftir þrítilnefndu Óskarsverðlauna leikstjórann Agnieszku Holland og hefur unnið til fjölda kvikmyndaverðlauna, þar á meðal Silfur Björninn á Berlinale hátíðinni. Myndin var framlag Póllands til Óskarsverðlaunanna.

Myndin verður sýnd áfram í Bíó Paradís eftir að hátíð lýkur.

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Lesa meira

Norræn heimildamyndaveisla!

Lesa meira

Frá Cannes til Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar