What will people say?

Sýningatímar

Dagskrá kynnt síðar

  • Leikstjóri: Iram Haq
  • Ár: 2018
  • Lengd: 1h46min
  • Land: Noregur

Hjartnæm og grípandi mynd um samband föður og dóttur í tveimur ólíkum menningarheimum.

Hin sextán ára Nisha lifir tvöföldu lífi. Heimavið er hún hin fullkomna pakistanska dóttir en með vinum sínum er hún venjulegur norskur unglingur. Þegar faðir hennar kemur að henni og kærastanum í rúminu skella þessir tveir heimar harkalega saman.

Iram Haq, leikstjóri myndarinnar er gestur hátíðarinnar og verður m.a. viðstödd Q&A sýningar myndarinnar. Iram byggir á eigin reynslu við kvikmmyndagerð og nýjasta mynd hennar ekki undanskilin. Iram er sjálf norsk-pakistönsk og þekkir því vel til þeirrar menningarlegu togstreitu sem á sér stað milli þessara tveggja ólíku menningarheima.

Myndin hefur verið marg tilnefnd og unnið til fjölmargra verðlauna og hlaut m.a. áhorfendaverðlaun New Auteurs á AFI Fest. Myndin var auk þess tilnefnd sem besta norræna myndin á Gautaborgar kvikmyndahátíðinni, stærstu kvikmyndahátíð Norðulandanna.

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Lesa meira

Norræn heimildamyndaveisla!

Lesa meira

Frá Cannes til Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar