Leikkona verðlaunamyndar Berlinale er gestur Stockfish!

Pólska verðlaunamyndin SPOOR verður sýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Bíó Paradís 1. til 11.mars. Aðalleikkonan, Agnieszka Mandat verður gestur hátíðarinnar og tekur þátt í Q&A sýningu myndarinnar.

Agnieszka Mandat
Agniezka hefur verið mikið lofuð og unnið til verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Agnieszka er fædd í Kraká í Póllandi árið 1953 og hefur verið starfandi leikkona í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum frá árinu 1975. Agniezka hefur leikið í yfir 40 þáttaröðum og kvikmyndum og er margverðlaunuð á löngum leikferli sínum. Það er Stockfish mikill heiður að fá þessa stórkostlegu leikkonu sem gest hátíðarinnar í ár.

 

 

 

SPOOR (Pokot)
Myndin er ógleymanleg, glæsileg og fullkomlega undarleg saga af stétta- og kynjasamfélagi, dýraréttindum og myrkum náttúruöflum.

Janina Duszejko er eldri kona sem býr ein í Klodzko-dalnum þar sem röð dularfullra glæpa eru framdir. Duszejko er sannfærð um að hún veit hver eða hvað er morðinginn, en enginn trúir henni.

SPOOR, er kvikmynd eftir þrítilnefnda Óskarsverðlauna leikstjórann Agineszku Holland og hefur unnið til fjölda kvikmyndaverðlauna, þar á meðal Silfur Björninn á Berlinale hátíðinni. Myndin var framlag Póllands til Óskarsverðlaunanna.

Fréttir

Sex myndir valdar til að keppa um Sprettfiskinn

Lesa meira

Stockfish kynnir kvikmyndaperlu sem lætur engan ósnortinn!

Lesa meira

Þrjár af bestu myndum ársins á Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar