Málþing: Hvað er í sjónvarpinu?

Málþingið ‘Hvað er í sjónvarpinu?’ er hluti af Stockfish Film Festival í ár.
Hvenær: Fimmtudaginn 2. mars – kl 15:00
Hvar: Bíó Paradís
ÓKEYPIS OG OPIÐ ÖLLUM

Þátttakendur: Hilmar Sigurðsson (Saga-Film), Laufey Guðjónsdóttir (KMÍ), Margrét Örnólfsdóttir (formaður FLH), Pálmi Guðmundsson (Sjónvarp Símans), Sigurjón Kjartansson (RVK Studios) and Skarphéðinn Guðmundsson (RÚV).
Stjórnandi: Þóra Karítas Árnadóttir

Mikil gróska er í gerð leikinna sjónvarpssería á Íslandi sem annars staðar. Þáttaraðir eins og Ófærð, Réttur og Fangar hafa gert það gott og er tilgangur málþingsins að taka stöðuna. Hvað er gott og slæmt í framleiðslu sjónvarpsefnis hér heima og hvert stefnum við? Hver er hugsanleg þróun slíkrar framleiðslu, hvað hafa helstu miðlar og framleiðslufyrirtæki í hyggju og hvernig ætlar hið opinbera að styðja við fjármögnun á íslensku sjónvarpsefni á næstunni? Málþingið fer fram á íslensku.