Málþing: Hvað er svona merkilegt við það?

Málþingið ‘Hvað er svona merkilegt við það? Kynjabilið á hvíta tjaldinu’ er hluti af Stockfish Film Festival í ár.
Hvenær: Föstudaginn 24. febrúar
Hvar: Bíó Paradís
ÓKEYPIS OG OPIÐ ÖLLUM

stockfish_kynjabil

Tilefni umræðanna er sláandi kynjabil í framboði kvikmynda í íslenskum kvikmyndahúsum.

Við borðið sitja Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi, Hlín Jóhannesdóttir kvikmyndaframleiðandi Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda, Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Ása Baldursdóttir dagskrárstjóriBíó Paradís, Þorsteinn Víglundsson félagsmála-og jafnréttisráðherra og Guðrún Helga Jónasdóttir innkaupastjóri erlends efnis fyrir RÚV.
Málþinginu er stjórnað af Brynhildi Björnsdóttur.

Spjallið er skipulagt af Kvenréttindafélagi Íslands, WIFT á Íslandi og STIFF – Stockholms feministiska filmfestival ásamt Stockfish Film Festival.

Málþingið fer fram á íslensku.

Boðið verður upp á léttar veitingar að málþinginu loknu.