Meistaraspjall: Måns Mårlind

Sænski handritshöfundurinn og leikstjórinn Måns Mårlind mun þjófstarta Stockfish Film Festival með sérstöku meistaraspjalli á opnunardegi hátíðarinnar.
Hvenær: Fimmtudagur, 23. febrúar – kl 16:00
Hvar: Bíó Paradís
ÓKEYPIS OG OPIÐ ÖLLUM

mans_marlindMåns Mårlind hefur verið afar farsæll í sjónvarpi á undanförnum árum, hann er einn af höfundum Brúarinnar (Broen) og nú síðast Miðnætursólar (Midnight Sun). Í meistaraspjallinu mun Måns meðal annars fara yfir feril sinn, ræða vinnuferli handritshöfundar og miðla af reynslu sinni við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Spjallinu verður stjórnað af Huldari Breiðfjörð og fer fram á ensku.