Mikill áhugi erlendra blaðamanna

Erlendir gestir Stockfish setja ávalt svip sinn á hátíðina. Meðal þeirra eru blaðamenn, en koma þeirra er gríðarlega mikilvæg fyrir hátíðina sjálfa og þá kvikmyndagerðarmenn sem taka þátt eða sýna verk sín á hátíðinni. Þannig gefst frábært tækifæri til þess að koma sér og verkefnum sínum á framfæri. Nú þegar hafa eftirtaldir fjórir blaðamenn hafa boðað komu sína;

Alissa Simon
Dagskrárstjóri Palm Springs International Film Festival og kvikmyndarýnir fagtímaritsins Variety.

Alissa Simon verður gestur hátíðarinnar annað árið í röð. Alissa hefur verið hluti af dagskrárdeild Palm Springs International Film Festival frá árinu 2000, þar af hefur hún starfað sem dagskrárstjóri hátíðarinnar síðan 2008. Alissa skrifar einnig um kvikmyndir fyrir fagtímaritið Variety.

Alissa hefur setið í mörgum dómnefndum á kvikmyndahátíðum, m.a. í Gautaborg, Cannes, Amsterdam, San Francisco, Sarajevo, Sochi, Cluj, Torino, Montreal og Vancouver. Það má í raun segja að Alissa starfi við það að vera viðstödd kvikmyndahátíðir, en aðspurð segist hún mæta á u.þ.b 12-15 hátíðir á ári. Við erum heppin að fá hana til okkar annað árið í röð!

Í viðtali við Coachella Valley Weekly sagði Alisson aðspurð um mikilvægi kvikmyndahátíða: “kvikmyndahátíðir sýna myndir sem annars kæmu jafnvel ekki til dreifingar. Þar gefst frábært tækifæri til þess að sjá kvikmyndir eins og þeim var ætlað að sjást: á hvíta tjaldinu í bestu mögulegu sýningaraðstæðum. Kvikmyndahátíðir gefa manni tækifæri á að ferðast um allan heiminn án þess að yfirgefa bæinn, til þess að upplifa nýja menningu og hugmyndafræði.” Við hjá Stockfish hefðum ekki getað orðað þetta betur!


Tara Karajica
Stofnandi og ritstjóri The Film Prospector og sjálfstætt starfandi blaðakona.

Tara er ítölsk blaðakona sem býr og starfar í Serbíu. Hún þekkir heim kvikmyndahátíða vel þar sem hún hefur sjálf unnið við nokkrar hátíðir, m.a. í dagskrárdeild alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Glasgow. Tara skrifar um kvikmyndir fyrir fjölda miðla utan síns eigins, m.a. Cinema Scandinavia, Variety, Tess Magazine, Go Film, Accréds, Sidneybuzz, AltCine, The Kinecko, Screen International, Indiewire ofl.

 

 

 

 


David Jenkins
Ritstjóri Little White Lies

David Jenkins er ritstjóri Little White Lies, kvikmyndatímarits sem kemur út sex sinnum á ári. Áður en hann hóf störf hjá Little White Lies skrifaði hann fyrir Time Out London og hefur skrifað kvikmyndarýni fyrir miðla eins og Sight & Sound, The Guardian, FIPRESCI, Montages og MUBI.

 

 

 

 

 


Marina Richter
Blaðakona og kvikmyndarýnir

Marina skrifar um erlenda menningu fyrir elsta og virtasta dagblað austur-Evrópu, Politika, auk þess skrifar hún fyrir Króatíska tímaritið Monitor. Marina býr og starfar í Vínarborg og hefur sérstakan áhuga á Skandinavískri kvikmyndagerð þar sem hún er með meistarapróf frá Vínarborgarháskóla í Skandinavískum fræðum.

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar