Fleiri kvikmyndir tilkynntar á Stockfish Film Festival 2016

Það gleður okkur að tilkynna næstu sex myndir sem sýndar verða á Stockfish í febrúar. Meðal gesta verður teiknarinn Sara Gunnarsdóttir sem hefur hlotið mikið lof fyrir teikningar sínar í opnunarmynd hátíðarinnar The Diary of a Teenage Girl (2015). Sara er búsett í Bandaríkjunum en mun vera viðstödd opnun hátíðarinnar 18. febrúar n.k. Einnig verður Benedikt Erlingsson gestur hátíðarinnar en heimildamynd hans The Show of Shows: 100 years of Vaudeville Circuses and Fairgrounds (2015) verður sýnd á hátíðinni. Bæði Sara og Benedikt munu sitja fyrir svörum eftir sýningu mynda sinni, áhorfendum gefst þar einstakt tækifæri til að spyrja þau spjörunum úr.

Stuttar lýsingar

OPNUNARMYND STOCKFISH 2016:
Dagbók unglingsstúlku // The Diary of a Teenage Girl (2015) – Bandaríkin

diary-of-teenage-girl-feature

Myndin gerist árið 1976 í San Francisco og fjallar um Minnie, fimmtán ára stelpu sem verður heltekin af kærasta móður sinnar eftir að hún sefur hjá honum. Minnie er hrifin af því að teikna og spila teikningar Söru Gunnarsdóttur stóran þátt í myndinni og veitir henni einstakan og listrænan blæ.

 

Sýning sýninganna // The Show of Shows: 100 years of Vaudeville Circuses and Fairgrounds (2015) – Ísland/Bretland

the_show_of_shows2

Trúðar og sirkusdýr, línudansarar og mennskar fallbyssukúlur. Þetta eru aðalpersónur þessarar heimildamyndar um sirkus-sýningar nítjándu og tuttugustu aldarinnar. Leikstjórinn, Benedikt Erlingsson, notar gamalt myndefni til þess að endurskapa veröld sem var, heillandi veröld en um leið veröld þar sem börnum og dýrum var misbeitt í hagnaðarskyni. Þess má geta að í myndinni má í fyrsta sinn á Íslandi sjá íslenskt myndefni og myndefni tekið af íslendingum, m.a. Jóhanni K. Péturssyni (Jóa risa). Tónlist myndarinnar er samin af Sigurrósar meðlimunum Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni úr Sigurrós í samstarfi við Hilmar Örn Hilmarsson og Kjartan Dag Holm.

Allar ljósmyndir sem birtast í myndinni eru í eigu Sheffield University. The National Fairground Archive.

 

Z fyrir Zachariah // Z for Zachariah (2015) – Bandaríkin/Ísland

zforzach

Eftir kjarnorkustríð er heimurinn nánast óbyggilegur sökum geislavirkni. Geislavirknin virðist þó ekki hafa náð nema að litlu leyti inn í lítinn dal í Bandaríkjunum, þar sem örlögin leiða þau Ann, John og Caleb saman. Myndin er framleidd af íslenska framleiðslufyrirtækinu Zik Zak og meðal framleiðanda myndarinnar eru Þórir Snær Sigurjónsson, Skúli Fr. Malmquist, Sigurjón Sighvatsson ásamt Tobey Maguire.

 

Launmorðinginn // The Assassin (2015) – Taívan

assassin

Hin fagra og leyndardómsfulla Yinniang starfar sem launmorðingi á níundu öld í Kína. Hún er send til að ráða af dögum valdamikinn lávarð sem eitt sinn var heitmaður hennar. Íburðarmikil bardagamynd úr smiðju tævanska meistarans Hou Hsiao-Hsien, þar sem hver rammi er þaulhugsuð listasmíð.

 

Hin Hliðin // The Other Side (2015) – Bandaríkin/Ítalía

theotherside

Heimildarmynd um olnbogabörn Ameríku. Við fylgjumst fyrst með lífi og ástum Mark og Lisu, eiturlyfjafíkla sem halda að eina leiðin til að verða edrú sé að fara í fangelsi í nokkra mánuði. Seinna fylgjumst við með hermönnum sem stunda heræfingar til að undirbúa sig fyrir borgarastyrjöldina sem þeir eru sannfærðir um að sé handan við hornið.

 

Þrautin að vera Guð // Hard to be God (2014) – Rússland

ÒÁÁ, À.Ãåðìàí

Siðmenningin á plánetunni Arkanar er á svipuðum slóðum og siðmenning Jarðarinnar var á miðöldum. En munu hún þróast í rétta átt? Til þess að tryggja það eru nokkrir vísindamenn sendir þangað frá Jörðinni, en það eru þó takmörk fyrir því hversu mikið þeir mega skipta sér af. En þegar vísindamaðurinn Rumata reynir að bjarga nokkrum helstu hugsuðum plánetunnar frá ofsóknum þá neyðist hann til þess að taka afstöðu.

* Áður var búið að tilkynna myndirnar End of Summer, Son of Saul, Nahid, Cemetery of Splendour, Victoria og The Look of Silence ásamt gestunum Jóhann Jóhannsson og László Rajk. Sjá hér.