Norræn heimildamyndaveisla!

Stockfish kynnir með stolti þrjár stórkostlegar norrænar heimildarmyndir sem sýndar verða á hátíðinni.

THE RAFT (Noregur)

Árið 1973 ráku fimm karlar og sex konur yfir Atlantshafið á fleka sem var hluti af vísindalegri tilraunarannsókn þar sem rannsaka átti félagsfræðina á bak við ofbeldi, árásargirni og kynferðislegt aðdráttarafl. Þessi kvikmynd er sagan á bak við þetta óvenjulega ferðalag sem hefur verið lýst sem “einni af skrýtnustu hóptilraunum allra tíma.” 

Myndin vann Silfur Hugo-inn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago og hin virtu DOX:AWARD á CPH:DOX.

For the expertly crafted, visually inventive and absorbing retelling of one long strange trip across international waters and into the depths of human nature – the jury awards the Silver Hugo to Marcus Lindeen’s riveting film, The Raft.

Winner of top honors at CPH:DOX, Marcus Lindeen’s lively, argument-rich doc revisits anthropologist Santiago Genoves’ controversial Acali Experiment.” – Guy Lodge – Variety

 

ANGEL OF THE NORTH (Finnland)

Eitt elskaðasta málverk finna er verkið, Særði Engillinn, sem sýnir tvö börn bera engil á milli sín á börum. Verkið, sem er einhvern konar hreinsun þjóðarsálarinnar,  er sveipað dulúð þar sem höfundur verksins fékkst aldrei til að útskýra boðskap þess. Myndin leitast eftir því að skilja áhrif verksins í öllum hornum Finnlands með því að velta upp spurningum um mansálina, dauðann og tilveru engla. Depurð,von, húmanisma og norrænum Shamanisma er hér hrært saman í tilraun til að leysa gátuna á bakvið Særða Engilinn.

Myndin var tilnefnd til Jussi verlaunanna sem besta heimildarmyndin í fullri lengd.

 

 

 

MAJ DORIS (Svíþjóð)

Við fyrstu sýn fjallar myndin um sérvitra gamla konu sem vinnur fyrir sér sem hreindýrahirðir. Smám saman verður okkur ljóst að þarna fylgjumst við Samísku fjöllistakonunni Maj Doris, djúpvitri og heillandi goðsögn í lifanda lífi. Maj hefur ferðast um gjörvallan heiminn til að kynna menningararf þjóðar sinnar en leyfir okkur hér að skyggnast undir yfirborðið og kynnast flækjum þess að vera sterk listræn kona, fyrirmynd og baráttukona fyrir varðveislu frumbyggjamenningar.

Myndin var tilnefnd til NORDIC:DOX verðalunanna á CPH:DOX sem besta norræna heimildarmyndin.

It’ll leave you wanting to jump on a plane to travel north, as well as hoping you’re as cool as Maj Doris when you’re 75.” – Emma Vestrheim – cinemascandinavia.com

 

 

 

 

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar