Opið fyrir umsóknir í Sprettfisk 2017

– ENGLISH –

Okuklpnað hefur verið fyrir umsóknir í stuttmyndakeppnina Sprettfiskur 2017. Hátíðin óskar eftir íslenskum stuttmyndum til þátttöku þar sem sigurvegarinn hlýtur í verðlaun 1 milljón kr. í tækjaúttekt hjá Kukl ásamt titlinum Sprettfiskur 2017.

Stuttmyndirnar mega vera að hámarki 30 mínútur og ekki meira en ársgamlar. Hátíðin gerir þá kröfu að myndirnar hafi ekki verið sýndar opinberlega á Íslandi og því frumsýndar á hátíðinni.

Aðeins íslenskar stuttmyndir koma til greina, eða myndir sem skarta íslenskum leikstjórum og/eða framleiðendum.

Skilafrestur er til 19. janúar og verða fimm til sex myndir valdar til sýninga á hátíðinni og keppa um Sprettfiskinn.

Allar umsóknir óskast sendar á shorts@stockfishfestival.is með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn myndar (ef myndin ber íslenskt (eða annað) heiti þarf enska heitið að fylgja)
Leikstjóri
Framleiðandi
Lengd myndar
Stutt synopsis
Útgáfudagsetning myndar
Hlekk á myndina (ásamt lykilorði ef þarf)
Tengiliðaupplýsingar (netfang og símanúmer)