Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Stockfish Film Festival óskar eftir Sprettfiskum!

Veglegustu kvikmyndaverðlaun landsins í boði KUKL!

Stockfish óskar eftir stuttmyndum til að keppa um Sprettfiskinn í stuttmyndakeppni hátíðarinnar sem haldin verður í fimmta sinn í Bíó Paradís dagana 28. febrúar – 10. mars 2019.

Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð.

Árið 2018 vann myndin Viktoría eftir Brúsa Ólason og hlaut hann 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl í verðlaun. Myndin hefur í kjölfarið m.a. verið sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og Clermont Ferrand. Myndirnar sex sem valdar eru í Sprettfiskinn fara ári síðar á ferðalag um Norður Ameríku og Kanada með Taste of Iceland ári síðar sem fulltrúar íslenskrar kvikmyndagerðar.

Stuttmyndirnar mega vera að hámarki 30 mínútur og ekki eldri en ársgamlar. Hátíðin gerir þá kröfu að myndirnar hafi ekki verið sýndar opinberlega á Íslandi. Aðeins íslenskar stuttmyndir koma til greina, eða myndir sem skarta íslenskum leikstjórum eða framleiðendum. Myndin þarf auk þess að vera með enskum texta.

Umsóknir, topic: SPRETTFISKUR, sendist á stockfish@stockfishfestival.is ásamt meðfylgjandi upplýsingum:

Nafn myndar (ef hún ber ekki enskt heiti þarf það að fylgja með)

Nafn leikstjóra

Nafn framleiðanda

Lengd myndar

Stutt synopsis (á ensku og íslensku)

Útgáfudagsetning

Hlekkur á myndina ásamt lykilorði ef þarf

Tengiliðaupplýsingar

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar