Opið fyrir umsóknir í vinnustofu MIDPOINT

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnustofu MIDPOINT um handritaþróun!

Pavel Jech

Pavel Jech

Annað árið í röð mun Pavel Jech, skólameistari FAMU (Film and TV School of Academy of Perfoming Arts) í Tékklandi og stjórnandi MIDPOINT (International Script Development Program), halda vinnustofu um þróun handrita á Stockfish Film Festival 2016. Í ár mun Jan Maxa, framleiðandi og forstöðumaður dagskrárþróunnar hjá Tékkneska Sjónvarpinu, einnig taka þátt í kennslunni.

Vinnustofan er ætluð fyrir fyrstu eða önnur kvikmyndaverk í vinnslu. Fjögur verkefni verða valin af dómnefnd sem samanstendur af fulltrúum frá Félagi kvikmyndagerðarmanna á Íslandi og MIDPOINT. Hvert verkefni þarf að hafa tvo fulltrúa í vinnustofunni, einn framleiðanda og einn handritahöfund (eða handritahöfund/leikstjóra).

Vinnustofan mun fara fram dagana 26.-28. febrúar n.k.

Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar varðandi umsókn í vinnustofuna. Tekið er fram að vinnustofan fer fram á ensku og þurfa því umsóknir að vera á ensku og sendast á midpointiceland@gmail.com fyrir miðnætti 12. febrúar n.k.

Nánari upplýsingar hér.