Óskarstilnefndur leikstjóri á Stockfish

Rachid_BoucharebRachid Bouchareb verður meðal gesta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Stockfish European Film Festival, sem haldin verður í Reykjavík 19. febrúar til 1. mars.

Rachid Bouchareb er Frakki af alsírskum ættum og fjalla ófáar myndir hans með einum eða öðrum hætti um líf innflytjenda og það sögulega samhengi sem þeir spretta upp úr. Hann hefur leikstýrt níu myndum í fullri lengd og þrjár þeirra hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin –Ryk lífsins (Poussières de vie) árið 1996, Heimamenn (Indigènes) árið 2006 og loks Handan laganna (Hors-la-loi) árið 2010. Allar myndirnar voru tilnefndar fyrir hönd Alsírs og er Bouchareb eini Afríski leikstjórinn sem hefur verið tilnefndur oftar en einu sinni í þessum flokki.

Núna mætir hann á Stockfish með myndina Two Men in Town – en í henna fara Forest Whitaker, Brenda Blethyn, Harvey Keitel og Ellen Burstyn með aðalhlutverk – en þau eiga það öll sameiginlegt að hafa fengið Óskarstilnefningu og bæði Whitaker og Burstyn hafa unnið styttuna góðu.

Blethyn leikur skilorðsfulltrúann Emily sem er nýflutt í smábæ í Nýju Mexíkó við landamæri Mexíkó. Hún vingast fljótlega við William (Whitaker), en hann er einn af skjólstæðingum hennar og má ekki fara út fyrir sýslumörkin. William er nýorðinn frjáls eftir langa fangelsisdvöl en þarf sannarlega að hafa fyrir því að forðast gamla glæpalífið, enda gamlir samverkamenn við hvert fótmál og lögreglustjórinn (Keitel) sem kom honum í fangelsi er alveg tilbúinn til þess að gera það aftur við fyrsta tækifæri.

Fréttir

Stockfish one of 30 “Best Must-Attend Global Festivals!”

Lesa meira

Sigurvegari Sprettfisks!

Lesa meira

Síðustu dagar Stockfish

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar