Öskudagssýning: Antboy: Rauða Refsinornin

Í tilefni Öskudagsins verður danska ofurhetjumyndin Antboy: Rauða refsinornin (Antboy: Revenge of the Red Fury) sýnd í Bíó Paradís í íslenskri talsetningu. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 7 ára.

Hvenær: Miðvikudaginn 1. mars – 16:00
Hvar: Bíó Paradís
ÓKEYPIS AÐGANGUR

Við hvetjum börn (og foreldra) að mæta sem uppáhalds ofurhetjan sín!

Antboy: Rauða refsinornin
Antboy á í vanda, þar sem hann er ástfanginn af bekkjarsystur sinni, Idu, sem vill ekkert með hann hafa. Málin flækjast þegar Rauða refsinornin verður síðan ástfangin af Antboy en hann hefur nú þegar valið Idu. Eftir að vera hafnað af ástinni sinni, snýst Rauða refsinornin í hefndarhug og fær Pödduna, Frú Gæmelkrå og vondu tvíburana til liðs við sig.

Myndin Antboy: Rauða Refsinornin (Antboy II: Revenge of the Red Fury) hefur farið sigurför um Skandinavíu og keppti á Berlínarhátíðinni og fékk eindóma lof gagnrýnenda.