Rachid Bouchareb kemur aftur!

Rachid Bouchareb Frú Vigdís Finnbogadóttir á Stockfish 2015

Rachid Bouchareb og Frú Vigdís Finnbogadóttir á Stockfish 2015

Heiðursgestur Stockfish Film Festival 2015, Rachid Bouchareb, kemur aftur á hátíðina í ár með mynd sína Leiðin til Istanbúl glóðvolga frá heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Rachid Bouchareb er Frakki af alsírskum ættum og fjalla ófáar myndir hans með einum eða öðrum hætti um líf innflytjenda og það sögulega samhengi sem þeir spretta upp úr. Hann hefur leikstýrt tíu myndum í fullri lengd og þrjár þeirra hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin Ryk lífsins (Poussières de vie) árið 1996, Heimamenn árið 2006 og loks Handan laganna (Hors-la-loi) árið 2010. Allar myndirnar voru tilnefndar fyrir hönd Alsírs og er Bouchareb eini Afríski leikstjórinn sem hefur verið tilnefndur oftar en einu sinni í þessum flokki.

 

Leiðin til Istanbúl
Elísabet og tvítug dóttir hennar lifa í friði og spekt í belgískri sveitasælu. Veröld Elísabetar hrynur dag einn road_to_istanbul_unofficialþegar lögreglan upplýsir hana að dóttir hennar hafi yfirgefið land til að berjast með ISIS í Sýrlandi. Hún fer fljótlega að rannsaka málið og kemst að ýmsu um tvöfalt líf dótturinnar. Elísabet ákveður á endanum að fara til Sýrlands að bjarga henni.

Aðalleikonan Pauline Burlet lék Edith Piaf þegar hún var tíu ára í La Vie en Rose. Franska stórleikkonan Marion Cotillard fékk svo Óskarsverðlaun fyrir að leika söngkonuna á fullorðinsaldri í sömu mynd. Burlet lék eining í Fortíðinni (La passé) eftir íranska óskarsverðlaunaleikstjórann Asghar Farhadi.