Sex myndir valdar til að keppa um Sprettfiskinn

Sex stuttmyndir hafa verið valdar til að keppa um Sprettfiskinn í ár og verða myndirnar allar sýndar saman tvisvar í Bíó Paradís á meðan hátíð stendur. Sigurmyndin verður tilkynnt á lokahófi hátíðarinnar sunnudaginn 10. mars.

Það er okkur mikill heiður að tilkynna dómnefndina í ár en í henni sitja Alissa Simon dagskrárstjóri Palm Springs IFF, Steve Gravestock dagskrárstjóri á Toronto IFF og Wendy Mitchell kvikmyndarýnir hjá Screen.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum búnaði fyrir næsta verkefni.

Eftirtaldar sex myndir voru valdar til keppni;

Ólgusjór (Seasick)
Leikstjóri: Andri Freyr Ríkarðsson
Framleiðandi: Ásþór Aron Þórgrímsson

Kanarí
Leikstjóri: Erlendur Sveinsson
Framleiðandi: Helga Jóakimsdóttir

Stimuli
Leikstjóri: Viktor Sigurjónsson
Framleiðandi: Atli Óskar Fjalarsson & Viktor Sigurjónsson

Blóðmeri (Blood Mare)
Leikstjóri: Dominique Gyða Sigrúnardóttir
Framleiðandi: DRIF (Baltasar Breki Samper, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Sigríður Rut Marrow.)

The Menu
Leikstjóri: Atli Sigurjónsson
Framleiðandi: Atli Sigurjónsson & Nick Gonzalez

XY
Leikstjóri: Anna Karín Lárusdóttir
Framleiðandi: Anna Karín Lárusdóttir

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar