Síðustu dagar Stockfish

Nú fer senn að líða að lokum Stockfish Film Festival, en síðasti dagur hátíðarinnar er á sunnudaginn. Ekki örvænta, því þessa síðustu helgi hátíðarinnar verður úr nægu að velja!

FÖSTUDAGUR, 9. mars
Dagurinn í dag hefst með Q&A sýningu á November kl 18:00, þar sem Rainer Sarnet, leikstjóri myndarinnar, verður viðstaddur. Í kjölfarið verða m.a. myndirnar An Ordinary Man (þar sem íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með stórleik á móti Ben Kingsley) og Before We Vanish (nýjasta mynd Japanska leikstjórans Kiyoshi Kurosawa) sýndar ásamt fleirum frábærum myndum.

 

 

 

 

LAUGARDAGUR, 10. mars
Á morgun, laugardag, hefjast sýningar kl 16 og verða fjölmargar flottar myndir á dagskrá. Myndin Redoubtable verður m.a. sýnd, en hún segir frá hinum heimsfræga leikstjóra Jean-Luc Godard og sambandi hans við kvikmyndir og ástina.
Kl 19:00 hefst lokaathöfn hátíðarinnar þar sem tilkynnt verður m.a. um sigurvegara Sprettfisks, stuttmyndakeppni hátíðarinnar. Allir eru velkomnir og léttar veitingar í boði.
Kl 20:00 hefst Q&A sýning á myndinni Spoor, en myndin er eftir þrítilnefndu Óskarsverðlauna leikstjórann Agnieszku Holland. Aðalleikkona myndarinnar, Agnieszka Mandat, sem hefur verið mikið lofuð og unnið til verðlauna fyrir leik sinn í myndinni verður viðstödd.

 

 

SUNNUDAGUR, 11. mars
Sunnudagurinn hefst á Heimildamynda-Masterklassa með Arne Bro kl 15. Um Arne Bro skrifar Dagur Kári leikstjóri m.a.;

“Arne Bro hefur lag á að bregða stækkunargleri á einstaka þræði vefnaðarins og spotta hinn góðkynjaða galla. Það er frelsandi að losna undan oki fullkomnunarinnar og leysa úr læðingi sköpun sem getur -eðli málsins samkvæmt- aðeins verið á þínum forsendum.”

Masterklassinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis.

Kvikmyndasýningar dagsins hefjast svo kl 18 með sýningum Sprettfisksins og Let the sunshine in. Kl 20 verður önnur Q&A sýning á Spoor ásamt auka sýningu á Óskarsverðlaunamyndinni A Fantastic Woman. Hátíðinni lýkur svo með síðustu sýningum sunnudagsins, Asphyxia og auka sýningu á Loveless.

 

Fulla dagskrá kvikmyndinasýninga má finna hér.

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar