Síðustu dagar Stockfish

Nú fer senn að líða að lokum Stockfish Film Festival, en síðasti dagur hátíðarinnar er á sunnudaginn. Ekki örvænta, því þessa síðustu helgi hátíðarinnar verður úr nægu að velja!

FÖSTUDAGUR, 9. mars
Dagurinn í dag hefst með Q&A sýningu á November kl 18:00, þar sem Rainer Sarnet, leikstjóri myndarinnar, verður viðstaddur. Í kjölfarið verða m.a. myndirnar An Ordinary Man (þar sem íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með stórleik á móti Ben Kingsley) og Before We Vanish (nýjasta mynd Japanska leikstjórans Kiyoshi Kurosawa) sýndar ásamt fleirum frábærum myndum.

 

 

 

 

LAUGARDAGUR, 10. mars
Á morgun, laugardag, hefjast sýningar kl 16 og verða fjölmargar flottar myndir á dagskrá. Myndin Redoubtable verður m.a. sýnd, en hún segir frá hinum heimsfræga leikstjóra Jean-Luc Godard og sambandi hans við kvikmyndir og ástina.
Kl 19:00 hefst lokaathöfn hátíðarinnar þar sem tilkynnt verður m.a. um sigurvegara Sprettfisks, stuttmyndakeppni hátíðarinnar. Allir eru velkomnir og léttar veitingar í boði.
Kl 20:00 hefst Q&A sýning á myndinni Spoor, en myndin er eftir þrítilnefndu Óskarsverðlauna leikstjórann Agnieszku Holland. Aðalleikkona myndarinnar, Agnieszka Mandat, sem hefur verið mikið lofuð og unnið til verðlauna fyrir leik sinn í myndinni verður viðstödd.

 

 

SUNNUDAGUR, 11. mars
Sunnudagurinn hefst á Heimildamynda-Masterklassa með Arne Bro kl 15. Um Arne Bro skrifar Dagur Kári leikstjóri m.a.;

“Arne Bro hefur lag á að bregða stækkunargleri á einstaka þræði vefnaðarins og spotta hinn góðkynjaða galla. Það er frelsandi að losna undan oki fullkomnunarinnar og leysa úr læðingi sköpun sem getur -eðli málsins samkvæmt- aðeins verið á þínum forsendum.”

Masterklassinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis.

Kvikmyndasýningar dagsins hefjast svo kl 18 með sýningum Sprettfisksins og Let the sunshine in. Kl 20 verður önnur Q&A sýning á Spoor ásamt auka sýningu á Óskarsverðlaunamyndinni A Fantastic Woman. Hátíðinni lýkur svo með síðustu sýningum sunnudagsins, Asphyxia og auka sýningu á Loveless.

 

Fulla dagskrá kvikmyndinasýninga má finna hér.

Fréttir

Sex myndir valdar til að keppa um Sprettfiskinn

Lesa meira

Stockfish kynnir kvikmyndaperlu sem lætur engan ósnortinn!

Lesa meira

Þrjár af bestu myndum ársins á Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar