Sigurvegari Sprettfisks!

Sigurvegari Sprettfisks, stuttmyndakeppni hátíðarinnar, var tilkynntur í lokaathöfninni í gærkvöldi.

Stuttmyndin Viktoría eftir Brúsa Ólason bar sigur úr býtum þetta árið og hlaut hann 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl í verðlaun.

Í dómnefnd sátu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri, Hlím Jóhannesdóttir, framleiðandi og Ísold Uggadóttir, leikstjóri. Höfðu þau þetta að segja um myndina:
“Hér er á ferð falleg og einföld saga, gædd hlýrri og mannlegri aðalpersónu sem ófeimin tekst á við mótlæti á eigin spýtur og hreyfir við áhorfendum.”

Hátíðin óskar Brúsa innilega til hamingju með sigurinn og óskar honum, sem og öðrum keppendum, velgengni í framtíðar kvikmyndaverkefnum. Það er ljóst að Ísland á fjölmargt hæfileikaríkt og upprennandi kvikmyndagerðarfólk.

Hægt er að sjá allar stuttmyndinar í síðasta skipti á hátíðinni í dag kl 18. Miðar er hægt að fá hér.

Fréttir

Sex myndir valdar til að keppa um Sprettfiskinn

Lesa meira

Stockfish kynnir kvikmyndaperlu sem lætur engan ósnortinn!

Lesa meira

Þrjár af bestu myndum ársins á Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar