Sigurvegari Sprettfisks!

Sigurvegari Sprettfisks, stuttmyndakeppni hátíðarinnar, var tilkynntur í lokaathöfninni í gærkvöldi.

Stuttmyndin Viktoría eftir Brúsa Ólason bar sigur úr býtum þetta árið og hlaut hann 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl í verðlaun.

Í dómnefnd sátu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri, Hlím Jóhannesdóttir, framleiðandi og Ísold Uggadóttir, leikstjóri. Höfðu þau þetta að segja um myndina:
“Hér er á ferð falleg og einföld saga, gædd hlýrri og mannlegri aðalpersónu sem ófeimin tekst á við mótlæti á eigin spýtur og hreyfir við áhorfendum.”

Hátíðin óskar Brúsa innilega til hamingju með sigurinn og óskar honum, sem og öðrum keppendum, velgengni í framtíðar kvikmyndaverkefnum. Það er ljóst að Ísland á fjölmargt hæfileikaríkt og upprennandi kvikmyndagerðarfólk.

Hægt er að sjá allar stuttmyndinar í síðasta skipti á hátíðinni í dag kl 18. Miðar er hægt að fá hér.

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar