Stockfish og Eye on Films í samvinnu

Tvær af myndum Stockfish kvikmyndahátíðarinnar eru sýndar í samstarfi við dreifingarfyrirtækið Eye on Films sem sérhæfir sig í að koma efnilegum kvikmyndagerðarmönnum á framfæri og dreifir einungis fyrstu eða öðrum myndum leikstjóra.

Stockfish kynnir með stolti myndirnar The Man in the Orange Jacket frá Lettlandi og Field of Dogs frá Póllandi sem báðum er dreift af Eye on Films. Auk þess að sýna myndirnar munu fulltrúar beggja mynda vera á svæðinu, Aik Karapetian leikstjóri The Man in the Orange Jacket og Michal Tatarek, aðalleikari Field of Dogs. Karapetian mun vera viðstaddur tvær Spurt og svarað sýningar fyrir mynd sína, föstudaginn 27. febrúar kl. 20:30 og laugardaginn 28. febrúar kl. 20:00 og mun Tatarek vera viðstaddur eina Spurt og svarað sýningu fyrir Field of Dogs, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20:30.

Fréttir

Stockfish one of 30 “Best Must-Attend Global Festivals!”

Lesa meira

Sigurvegari Sprettfisks!

Lesa meira

Síðustu dagar Stockfish

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar