Þrír norskir Leikstjórar mæta á Stockfish

Þrír norskir leikstjórar verða gestir Stockfish og hafa myndir þeirra hlotið mikið lof og viðurkenningar á kvikmyndahátíðunum á borð við Cannes, Sundance og Berlín. Þetta eru þau Bent Hamer, einn þekktasti leikstjóri Norðmanna sem kemur með kvikmyndina 1001 Grams, framlag Noregs til Óskarsverðlaunanna í ár, Eskil Vogt sem kemur með kvikmyndina Blind sem víða hefur hlotið mikið lof og að lokum Unni Straume með heimildarmyndina REMAKE.me sem fjallar um lífshlaup kvikmyndagerðarkonu og hvernig hún finnur nýjar og óvæntar sögur á mærunum á milli raunveruleikans og ímynunarinnar.

Bent og Eskil verða viðstaddir setningu Stockfish næstkomandi fimmtudag 19. febrúar og verða myndir þeirra sýndar 20., 21. og 24. febrúar. Unni verður viðstödd síðari hluta hátíðarinnar.

Bent_HamerBent Hamer og 1001 Grams
Spurt og svarað  (Q&A) sýningar með leikstjóranum Bent Hamer verða föstudaginn 20. febrúar kl. 18 og laugardaginn 21. febrúar kl. 15:45. Ragnar Bragason, leikstjóri, mun stjórna umræðum eftir sýningar.

 

 

Eskil_VogtEskil Vogt og Blind
Spurt og svarað sýningar með leikstjóranum Eskil Vogt verður föstudaginn 20. febrúar kl. 18 og laugardaginn 21. febrúar kl. 18:00. Hrönn Sveinsdóttir, stjórnandi Bíó Paradís, mun stjórna umræðum eftir sýningar.

 

 

 

Unni Straume okt 2013Unni Straume og REMAKE.me
Spurt og svarað sýningar með leikstýrunni Unni Straume verða fimmtudaginn 26. febrúar kl. 18 og föstudaginn 27. febrúar kl. 18.

Fréttir

Sigurvegari Sprettfisks!

Lesa meira

Síðustu dagar Stockfish

Lesa meira

Leiðréttingar í bækling

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar