Sendillinn Jongsu er á vakt þegar hann rekst á Haemi, kunningja sinn úr æsku. Hún biður hann um að huga að kettinum sínum á meðan hún fer í ferðalag til Afríku. Þegar hún snýr aftur kynnir hún Jongsu fyrir dularfullum ungum manni, Ben, sem hún kynntist á ferðalaginu. Einn dag segir Ben Jongsu frá óvenjulega áhugamáli sínu.
Burning er fyrsta mynd suðurkóreska leikstjórans Lee Chang-dong síðan Poetry kom út árið 2010. Myndin er lauslega byggð á smásögu Murakami Haruki, “Barn Burning”. Sagan hefur þó verið færð úr japönsku samhengi og yfir í suðurkóreskt og yfir í ljóðrænan rökkur stíl Chang-dong.
Hátíðir: Myndin hefur verið sýnd á mörgum virtum hátíðum um allan heim þ.m.t. í keppnisflokki á Cannes. Hún var auk þess valin ein af bestu myndum ársins 2018 að mati kvikmyndablaðsins Sight & Sound.
Umsagnir:
“These unnerving periods of dialogue-free exposition approach “Vertigo” in their poetic eeriness, and it’s some of Lee’s best filmmaking to date — as the narrative arrives at the culmination of Murakami’s story, it launches into unknown terrain.” – Eric Kohn, IndieWire
“As adaptations go, this one is exceptionally smart.” – Tony Rayns, Sight & Sound
Tólf ára drengur kærir foreldra sína fyrir vanrækslu á meðan hann tekur út 5 ára fangelsisdóm fyrir ofbeldisfullan glæp.
Hátíðir: Tilnefnd til Óskars-, BAFTA and Golden Globe verðlauna árið 2019 auk fjölda annara.
Umsagnir:
“Tackling its issues with heart and intelligence, Labaki’s child-endangerment tale is a splendid addition to the ranks of great guttersnipe dramas.” Jay Weissberg – Variety
“In “Capernaum,” the heartache of the underprivileged is on such interminable display that you feel the physical hurt in your bones.” Tomris Laffly – rogerebert.com
Fíngerði og viðkvæmi hundasnyrtirinn Marcello lendir undir járnhæl fyrrverandi hnefaleikakempunar Simone sem heldur öllu hverfinu í heljargreipum. Marcello þarf að ná fram hefndum til að eindurreisa mannorð sitt.
Hátíðir: Tilnefnd til BAFTA og vann Marcello Fonte besta leik á Cannes fyrir túlkun sína. Hundurinn sigraði Palme Dog á Cannes fyrir besta leik af hundakyni.
Umsagnir:
“The Italian director nitpicks gangster insecurities with hilarious flair in this tale of a dog-groomer-cum-smalltime coke dealer. Matteo Garrone’s terrific portrait of a criminal dogsbody.” Peter Bradshaw – The Guardian
“A brilliant, beguiling comic drama that takes on a tragic hue. Matteo Garrone’s modern day fable is one of the best Italian films of recent times.” Geoffrey Macnab – Independent