Tónlist í kvikmyndum og sjónvarpi

Á Stockfish Film Festival 2016 verður boðið upp á frábæra viðburði tengda tónlist í kvikmyndum og sjónvarpi. Eins og áður hefur verið tilkynnt verður Jóhann Jóhannsson sérstakur gestur hátíðarinnar og hefst tónlistarveislan með sýningu á mynd hans The End of Summer föstudaginn 19. febrúar kl 18:00 og listamannaspjalli beint á eftir.

Laugardaginn 20. febrúar verður boðið upp á tvær pallborðsumræður í Bíó Paradís;
kl 13:00-14:00 Synchronization: Innsetning tónlistar í kvikmyndir og sjónvarp
Markaðsumhverfi tónlistar hefur breyst mikið á undanförnum árum og hafa tónlistarmenn í auknum mæli hafið samtarf við tónlistarforleggjara (publishers) og tónlistarráðgjafa (music supervisors) til að bæta við nýju tekjustreymi. Kvikmyndagerðarmenn vilja vanda val á tónlist í kvikmyndum sínum og fara ýmsar leiðir til að finna þá tónlist sem hentar verkefnum þeirra best. Innlendir og erlendir sérfræðingar ræða þetta ferli út frá sjónarmiði tónlistarmanna, -forleggjara og –ráðgjafa.
Þátttakendur í panel eru Barði Jóhannsson, Edna Pletchetero, Iain Cooke og Sarah Bridge. Stjórnandi er Guðrún Björk Bjarnadóttir hjá STEF.

kl 14:30-15:30 Composing: Tónlistarsköpun fyrir kvikmyndir og sjónvarp
Nokkur af helstu kvikmyndatónskáldum Íslands munu koma fram á Stockfish hátíðinni ár og taka þátt í pallborðsumræðum um mikilvægi tónsköpunar fyrir kvikmyndir. Áhorfendur fræðast um hvernig samstarf tónskálda, leikstjóra og framleiðenda gengur fyrir sig og rædd verða þau vandamál og tækifæri sem staðið er frammi fyrir í tónsköpunarferlinu.
Þátttakendur í panel eru Jóhann Jóhannsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Ólafur Arnalds og Biggi Hilmars. Stjórnandi er Louise Johansen (dagskrárgerðarkona hjá CPH PIX).

Umræðurnar fara fram á ensku og eru opnar öllum.
FRÍTT INN

Á laugardagskvöldið kl 21 verður slegið til tónlistar partýs í samvinnu við Hlemmur Square þar sem hljómsveitin Ceasetone mun spila og boðið verður upp á veigar á meðan birgðir endast.

hlemmursquareLogopolsaOFFICIAL