Tvær myndir sýndar á Stockfish eru tilnefnar til Óskarsverðlauna!

Tvær myndanna sem sýndar verða á Stockfish Film Festival í ár voru tilnefndar til Óskarsverðlauna nú á dögunum. Myndirnar sem um ræðir eru A Fantastic Woman frá Chile og rússneska myndin Loveless, en þær eru báðar tilnefndar í flokknum ‘Besta erlenda kvikmyndin’.

A Fantastic Woman (Una Mujer Fantástica) segir frá Marina, sem missir unnusta sinn skyndilega og veröld hennar umbreytist í kjölfarið. Erfiðleikar hennar eru að miklu leiti afleiðing þess að Marina er transkona, en hún þarf að standa með sjáfri sér og berjast enn á ný við öflin sem hafa haldið henni aftur allt hennar líf. 

A Fantastic Woman er átakanleg mynd frá margverðlaunaða leikstjóranum Sebastián Lelio og hefur aðalleikona myndarinnar Daniela Vega verið lofuð fyrir leik sinn í myndinni, en hún er sjálf transkona.

Áður hefur verið tilkynnt um myndina Loveless (Nelyubov) á hátíðina, en hún fjallar um hjón sem ganga í gegnum grimmilegan skilnað sem einkennist af bræði, vonsku og gagnkvæmum ásökunum. Þeim liggur á að byrja lífið upp á nýtt og snúa við blaðinu jafnvel þótt það feli í sér að yfirgefa tólf ára son sinn Alyosha. En eftir að verða vitni af rifrildi foreldra sinna, hverfur Alyosha…

Síðasta mynd leikstjórans Andrey Zvyaginstev, Leviathan, sló í gegn og þykir Loveless ekki síðra meistaraverk. Loveless vann m.a. dómaraverðlaunin í Cannes  og var tilnefnd til Golden Globe sem besta erlenda myndin.

Fréttir

Sex myndir valdar til að keppa um Sprettfiskinn

Lesa meira

Stockfish kynnir kvikmyndaperlu sem lætur engan ósnortinn!

Lesa meira

Þrjár af bestu myndum ársins á Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar