Tvær myndir sýndar á Stockfish eru tilnefnar til Óskarsverðlauna!

Tvær myndanna sem sýndar verða á Stockfish Film Festival í ár voru tilnefndar til Óskarsverðlauna nú á dögunum. Myndirnar sem um ræðir eru A Fantastic Woman frá Chile og rússneska myndin Loveless, en þær eru báðar tilnefndar í flokknum ‘Besta erlenda kvikmyndin’.

A Fantastic Woman (Una Mujer Fantástica) segir frá Marina, sem missir unnusta sinn skyndilega og veröld hennar umbreytist í kjölfarið. Erfiðleikar hennar eru að miklu leiti afleiðing þess að Marina er transkona, en hún þarf að standa með sjáfri sér og berjast enn á ný við öflin sem hafa haldið henni aftur allt hennar líf. 

A Fantastic Woman er átakanleg mynd frá margverðlaunaða leikstjóranum Sebastián Lelio og hefur aðalleikona myndarinnar Daniela Vega verið lofuð fyrir leik sinn í myndinni, en hún er sjálf transkona.

Áður hefur verið tilkynnt um myndina Loveless (Nelyubov) á hátíðina, en hún fjallar um hjón sem ganga í gegnum grimmilegan skilnað sem einkennist af bræði, vonsku og gagnkvæmum ásökunum. Þeim liggur á að byrja lífið upp á nýtt og snúa við blaðinu jafnvel þótt það feli í sér að yfirgefa tólf ára son sinn Alyosha. En eftir að verða vitni af rifrildi foreldra sinna, hverfur Alyosha…

Síðasta mynd leikstjórans Andrey Zvyaginstev, Leviathan, sló í gegn og þykir Loveless ekki síðra meistaraverk. Loveless vann m.a. dómaraverðlaunin í Cannes  og var tilnefnd til Golden Globe sem besta erlenda myndin.

Fréttir

Stockfish one of 30 “Best Must-Attend Global Festivals!”

Lesa meira

Sigurvegari Sprettfisks!

Lesa meira

Síðustu dagar Stockfish

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar