Umsóknarfrestur að renna út í Sprettfisk – Stuttmyndakeppni Stockfish

gestir í sal 1

Gaman í bíó!

 

Frestur á innsendingum í Sprettfisk – stuttmyndakeppni Stockfish er að renna út.

Í keppnina eru gjaldgengar stuttmyndir að hámarkslengd 30 mín, sem eru tilbúnar innan við 12 mánuðum fyrir Stockfish hátíðina sem haldin verður 19. febrúar – 1. mars 2015.

Frumsýningarkrafa er á innsendum myndum, en það þýðir að stuttmyndirnar mega ekki hafa verið sýndar í kvikmyndahúsum né öðrum hátíðum á Íslandi nema ef um hefur verið að ræða skólasýningar.

Til að forðast misskilning þá skal taka það fram að stuttmyndir sem áður hafa verið sýndar á erlendum kvikmyndahátíðum eða öðrum hátíðum eða kvikmyndahúsum erlendis eru gjaldgengar til að sækja um. Myndir sem koma til greina eru myndir sem gerðar eru af íslendingum. Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands eru því sérstaklega hvattir til að sækja um.

Skilafrestur er 25. janúar 2015, en sérleg valnefnd kvikmyndagerðamanna mun fara yfir allar innsendar myndir.

Fimm myndir verða valdar inn á hátíðina og ein hlýtur verðlaun – Sprettfiskur 2015. Tekið er á móti myndum á shorts@stockfishfestival.is.

Fréttir

Stockfish one of 30 “Best Must-Attend Global Festivals!”

Lesa meira

Sigurvegari Sprettfisks!

Lesa meira

Síðustu dagar Stockfish

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar