Sigurvegari Sprettfisks tilkynntur

Úrslit Sprettfisks, stuttmyndakeppni Stockfish, voru tilkynnt við glæsilega lokaathöfn hátíðarinnar í gærkvöldi. Valið var erfitt hjá dómnefndinni og mikið deilt en þau komust að lokaniðurstöðu á endanum og var myndin FOXES fyrir valinu. FOXES var leikstýrt af Mikel Gurrea og framleidd af Evu Sigurðardóttur og fyrirtæki hennar Askja Films. Við óskum Evu, Mikel og Askja Films innilega til hamingju með sigurinn!

Umsögn dómnefndar um myndina er svohljóðandi:

FOXES
“Heilsteypt og einlægt verk sem á erindi við nútímann.
Næmni höfundar fyrir persónusköpun er áþreifanleg, um leið
og leikstjórn er sannfærandi og örugg.
Í einfaldri sögu er dregin upp mynd af raunveruleika sem
ófáir munu kannast við.”

Foxes10

Úr myndinni FOXES.

 

Fréttir

Stockfish one of 30 “Best Must-Attend Global Festivals!”

Lesa meira

Sigurvegari Sprettfisks!

Lesa meira

Síðustu dagar Stockfish

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar