HEIMILDAMYNDA MASTERKLASSI með Arne Bro

Heimildamynda Masterklassi með Arne Bro

Hvenær: Sunnudaginn 11. mars kl 15:00
Hvar: Bíó Paradís
ÓKEYPIS AÐGANGUR OG OPIÐ ÖLLUM

Arne Bro er hóf feril sinn sem heimildamyndagerðarmaður og er nú yfir deild heimildamynda og sjónvarps í Kvikmyndaskóla Danmerkur. Hann á að baki fjölda heimildamynda sem eru flestar um félagsleg-, mennta- og guðfræðileg vandamál. Hann hefur haldið námskeið og kennt í mörgum löndum þar sem hann leggur ávalt áherslu á einstaklingsmiðað sjónarhorn á kvikmyndir.

Athugið að masterklassinn getur tekið allt að þrjá klukkutíma í heildina.

“Það virkar á einhvern hátt þunglamalegt að hefja kynningu á Arne Bro með þeirri staðreynd að hann hefur stýrt heimildamyndabraut Danska Kvikmyndaskólans í rúmlega aldarfjórðung. Vissulega er það hverju orði sannara og það leynir sér heldur ekki að hér fer maður sem er hokinn af reynslu. En það væri synd að segja að um hann hjúpaðist lognmolla rótfestu og stöðnunar. Arne býr yfir þeim eiginlega að vera alltaf ferskur – eins og sérhver dagur sé sá fyrsti og sá síðasti. Það er andvari í hárinu þótt hann sé innandyra, augun pírð til að hafa taumhald á prakkaralegri forvitninni. Hann er forsprakkinn í andspyrnuhreyfingu gegn því sem er fyrirfram gefið og ævinlega skal honum takast að ráðast á hið víðtekna úr algerlega óvæntri átt. Kvikmyndagerð er bákn og bjúrókrasía, þúsund tannhjóla maskína og við hvert fótmál er yfirvofandi hætta að hið vélræna yfirskyggi sköpunina og útkoman verði forsniðinn vaðall. Hið persónulega sjónarhorn er eini gjalmiðill listamannsins og persónuleiki er summa veikleika. Hið fullkomna er fullkomlega óáhugavert; við getum ekki tengt við það því við erum gölluð og breysk og berskjöldun veikleika því lykillinn að gáttum mennskunnar. Í persneskum handvefnaði er hnökra vísvitandi fyrirkomið í teppunum, því með fullkomnun förum við inná hið móðgunargjarna svið Guðanna. Arne Bro hefur lag á að bregða stækkunargleri á einstaka þræði vefnaðarins og spotta hinn góðkynjaða galla. Það er frelsandi að losna undan oki fullkomnunarinnar og leysa úr læðingi sköpun sem getur -eðli málsins samkvæmt- aðeins verið á þínum forsendum.”
– Dagur Kári, leikstjóri

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Lesa meira

Norræn heimildamyndaveisla!

Lesa meira

Frá Cannes til Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar