MASTERKLASSI með Luciano Barisone

Hvenær: Föstudaginn 1. mars kl 15:00
Hvar: Bíó Paradís
ÓKEYPIS AÐGANGUR OG OPIÐ ÖLLUM

 

Luciano Barisone er kvikmyndagagnrýnandi og stofnaði sitt eigið blað, „Panoramique“ sem og eigin kvikmyndahátið, Alba Infinity Festival. Hann hefur einnig unnið við kvikmyndahátiðir víða um heim og unnið sem stjórnandi ýmsa hátíða þar á meðal hina framsæknu Visions du Réel hátíð í Nyon.

Visions du Réel er heimildamyndahátíð sem hvetur umsækjendur til að „…bjóða persónulega sýn á raunveruleikum og að túlka frjálslega skilgreiningu á heimildamyndinni og framsetningu hennar.“ Reynsla Luciano veitir honum einstaka innsýn í heim tilraunakenndra heimildamynda og kvikmynda sem falla illa undir hefðbundnu kvikmyndagreinarnar.

Í fyrirlestri sínum á Stockfish í ár mun Luciano fjalla um heimildamyndir sem listsköpun sem og einhverjar þessara óskilgreindu bíómynda. Það er, þær myndir sem fylgja ekki lögmálum markaðarins en munu þrátt fyrir það alltaf hafa sinn áhorfendahóp. Þessar myndir eru mikilvægar þar sem þær gefa kost á að festa á filmu það ósýnilega.

Ath. fyrirlesturinn verður haldinn á ensku.

 

 

 

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar