MIDPOINT VINNUSTOFA

MIDPOINT Intensive Iceland óskar eftir umsóknum

MIDPOINT heldur sérstaka vinnustofu á Íslandi í tengslum við Stockfish hátíðina dagana 10.-11. mars. Þetta er í þriðja skiptið sem vinnustofan er haldin í tengslum við hátíðina.

Vinnustofan er ætluð handritshöfundum, leikstjórum og framleiðendum sem vinna að sinni fyrstu eða annarri kvikmynd í fullri lengd.

MIDPOINT Intensive fer fram undir leiðsögn Pavel Jech, sem auk þess að vera listrænn stjórnandi MIDPOINT, er meðal annars prófessor við Háskólann í Kaliforníu og leiðbeinandi á Sundance og Berlinale Talents.

Vinnustofan er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, Bíó Paradís og Stockfish kvikmyndahátíðinni. Þátttökugjald er 100 evrur. Umsóknarfrestur er til 8. febrúar.

Allar nánari upplýsingar um vinnustofuna og hvernig sækja má um má finna hér.

Fréttir

Stockfish one of 30 “Best Must-Attend Global Festivals!”

Lesa meira

Sigurvegari Sprettfisks!

Lesa meira

Síðustu dagar Stockfish

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar