NORDIC FEMALE FILMMAKERS Meeting Point

Bransadagar Stockfish hátíðarinnar í samstarfi við WIFT á Íslandi standa annað árið í röð fyrir “Meeting Point” norrænna kvikmyndagerðarkvenna fyrri helgi hátíðarinnar (1.-3. mars).

Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir samtal, kynni og samstarf milli norrænna kvikmyndagerðarkvenna. Með þátttöku í viðburðinum gefst frábært tækifæri til þess að kynnast, læra af og verða fyrir áhrifum af norrænum kvikmyndagerðarkonum.

Erlendir blaðamenn eru meðal gesta á hátíðinni og hafa þeir gríðarlegan áhuga á að kynnast kvikmyndagerðarfólki, fjalla um viðburðinn og þau málefni sem verða til umræðu.

Dagskrá 

Laugardaginn 2. mars – kl 16:00 

“Breaking in without burning out” pallboð í Bíó Paradís.

Staða kvenna í kvikmyndabransanum á norðurlöndum rædd og hvernig konur geta starfað í bransanum án þess að brenna út. Einnig verður lággjaldakvikmyndin, og þá sérstaklega það fordæmi sem danska kvikmyndamiðstöðin hefur sett hvað það varðar, rædd og þau mögulegu tækifæri sem hún býður upp á.

Staðfestir þátttakendur í pallborðinu eru:

Camilla Stroem Henriksen (director) (NO)
Lilja Snorradóttir (producer) (IS)
Selma Vilhunen (director) (FIN)
Annika Hellström (producer) (SE)

Stjórnandi spjallborðsins er Tara Karajica, kvikmyndarýnir og blaðakona.

Laugardaginn 2. mars – kl 18:30 

NFF Meeting Point Partý á Hlemmur Square

Partý þar sem fingramatur og drykkir verða á boðstólnum í boði Hlemmur Square og Lady Brewery. Frábært tækifæri til þess að ræða frekar við aðrar kvikmyndagerðarkonur og erlenda blaðamenn og gesti Stockfish.

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar