NORDIC FEMALE FILMMAKERS MEETING POINT

Bransadagar Stockfish hátíðarinnar í samstarfi við WIFT á Íslandi standa fyrir “Meeting Point” norræna kvikmyndagerðarkvenna fyrri helgi hátíðarinnar (2.-4. mars).

 

Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir samtal, kynni og samstarf milli norrænna kvikmyndagerðarkvenna. Með þátttöku í viðburðinum gefst frábært tækifæri til þess að kynnast, læra af og verða fyrir áhrifum af norrænum kvikmyndagerðarkonum.

Fjórir erlendir blaðamenn eru meðal erlendra gesta á hátíðinni og hafa þeir gríðarlegan áhuga á að kynnast kvikmyndagerðarfólki, fjalla um viðburðinn og þau málefni sem verða til umræðu.

Dagskrá 

Laugardaginn 3. mars – kl 18:00 
NFF Meeting Point Pallborð í Bíó Paradís

Í fyrri hluta pallborðs verður rætt um jafnrétti kynjanna í norrænni kvikmyndagerð og í seinni hlutanum verður umræðuefnið #MeToo rætt. Þátttakendur í pallborðinu verða kvikmyndagerðarkonur frá öllum Norðurlöndunum. Þátttakendur eru:
Iram Haq (director) (NO)
Frida Barkfors (director) (SE/DK)
Dögg Mósesdóttir (director) (IS)
Ísold Uggadóttir (director) (IS)
Isabella Eklöf (director) (DK/SE)
Zaida Bergroth (director) (FIN)

Stjórnandi spjallborðsins er Þóra Karítas Árnadóttir

Laugardaginn 3. mars – kl 20:00 
NFF Meeting Point Partý á Hlemmur Square

Partý þar sem fingramatur og drykkir verða á boðstólnum í boði Hlemmur Square. Frábært tækifæri til þess að ræða frekar við aðrar kvikmyndagerðarkonur og erlenda blaðamenn.

 

Nánari dagskrá verður tilkynnt síðar.
Fylgist einnig með á Facebook viðburði hér.

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Lesa meira

Norræn heimildamyndaveisla!

Lesa meira

Frá Cannes til Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar