Pallborðsumræður um kvikmyndagagnrýni

Hver er staða kvikmyndagagnrýni í dag? Er internetið bölvun eða blessun? Við fáum nokkra valinkunna gagnrýnendur til að ræða þau mál – innlenda sem og erlenda – og fáum bæði innsýn inn í störf reyndra kvikmyndarýna sem og þeirra sem eru nýbyrjaðir í bransanum.

Peter van Bueren er hollenskur gagnrýnandi sem hefur skrifað um kvikmyndir í hálfa öld. Hann skrifar meðal annars fyrir De Volkskrant.

Simran Hans er breskur gagnrýnandi og hún er fulltrúi Nisi masa á hátíðinni, en Nisi masa eru Evrópsk samtök sem sjá um að hjálpa ungum gagnrýnendum og ungum kvikmyndagerðarmönnum að koma sér á framfæri. Hún hefur unnið fyrir miðla á borð við Sight & Sound og BBC og ritstýrir bíóblogginu Kubrick on the Guillotine.

Matti Komulainen er finnskur blaðamaður og ljósmyndari sem skrifar fyrir kvikmyndablaðið Episodi.

Valur Gunnarsson hefur skrifað reglulega gagnrýni fyrir DV. Hann er sömuleiðis fyrrum ritstjóri The Reykjavík Grapevine og rithöfundur.

Ásgeir H Ingólfsson menningarblaðamaður mun hafa umsjón með pallborðinu.

Bíó Paradís, 24. febrúar kl 12:00-13:30.